Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 47
47
ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR
meta stöðu og framfarir nemenda og hvernig þeir nýta upplýsingar úr niðurstöðum
námsmatsins og miðla þeim.
Í þessari grein verður rætt um markmið, matsaðferðir og niðurstöður námsmats.
Skýrt er frá aðferðum, gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Gerð er grein fyrir helstu
niðurstöðum og að lokum er umræða um niðurstöður.
Námsmat í skólastarfi. Markmið og námsmatsaðferðir
Markmiðum í námskrám er ætlað að lýsa þeim námsárangri sem að er stefnt í formi
nemendaverkefna sem unnt er að skoða og mæla. Algengt er að setja þau fram sem
lýsingu á þeirri kunnáttu og færni sem gert er ráð fyrir að nemendur öðlist með nám-
inu (Airasian, 2000; Andri Ísaksson, 1983; Gronlund og Linn, 2000). Áherslur kennara
geta verið fjölbreyttar en það bendir til þess að meta verði ýmsa þætti námsins, þekk-
ingu, skilning, leikni, framfarir og áhuga nemenda og gefa þeim vægi í samræmi við
áherslur í náminu, þ.e. að kennarar ákveði áður en nemendur takast á við tiltekin við-
fangsefni hvaða kunnáttu og færni þeir eiga að tileinka sér í náminu.
Í rannsókninni sem hér er greint frá var gert ráð fyrir að þarfir nemenda væru ólíkar
og leitað var svara við því hvað kennarar hefðu að leiðarljósi við skipulagningu náms-
matsins. Í meginatriðum var stuðst við markmiðsflokka Stiggins og Conklin (Stiggins,
2001, 2005) sem þau telja að höfði til kennara, þ.e. markmið sem geta komið að notum
við að skipuleggja námsmat.
Markmiðsflokkarnir eru:
• Þekking (knowledge). Markmiðið er að nemendur hafi á valdi sínu bæði þekkingu
og skilning á inntaki efnisins.
• Rökhugsun (reasoning). Markmiðið er að nemendur hafi á valdi sínu að nota
þekkingu og skilning til að búa til nýjar hugmyndir, tillögur eða lausnir, þ.e. að
rökstyðja eða leysa þrautir (problem solving).
• Verkfærni (performance skills). Markmiðið er að nemendur geti náð valdi á til-
tekinni færni, t.d. lesið upphátt eða talað annað tungumál (geti beitt þekkingu
sinni).
• Afrakstur (product). Markmiðið er að nemendur geti tekið þátt í skapandi við-
fangsefnum, t.d. gert tilraunir eða búið til myndverk.
• Hátterni (disposition). Markmiðið er að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda,
áhuga þeirra og að hvetja þá til að takast á við námið (Stiggins 2001, bls. 66).
Ef á að meta hæfileika nemenda til að skrifa, afrakstur eða hæfni þeirra til að vinna með
öðrum er nauðsynlegt að leggja áherslu á fjölbreyttar námsmatsaðferðir (Anderson,
2003; Gronlund, 2003; Khattri og Sweet, 1996; Stiggins, 2001). Stiggins og Conklin
(1992) álíta að kennarar hneigist til að velja ávallt sömu matsaðferð og nýti sjaldnast
nýjar matsaðferðir og séu í raun mótfallnir því. Samkvæmt rannsókn Stiggins og
Conklin (1992) byggist námsmat kennara helst á skriflegum prófum eða verkbundnu
mati (frammistöðumati). Þau segja að á eldri stigum verði áherslan meiri á hlutlæg
próf en þeir sem kenna aðrar námsgreinar, eins og íþróttir, myndmennt eða heimilis-