Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 118

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 118
118 HVAÐ SEGJA TE IKN INGAR BARNA UM HUGMYNDIR ÞE I RRA UM L ÍKAMANN S INN? myndir þeirra og þekkingu á ýmsum þáttum sem tengjast náttúru og vísindum en í þeirri rannsókn sem hér er gerð grein fyrir voru m.a. notaðar teikningar til að kanna hugmyndir barna um líkamann. Samkvæmt Greig og Taylor (1999) geta barnateikn- ingar gefið innsýn í hugarheim barna og jafnframt veitt mikilvægar upplýsingar um hugmyndir þeirra. Haney, Russell og Bebell (2004) benda á að teikningar barna geti nýst vel við námsmat og einnig við mat á kennslufræðilegum og skipulagslegum þátt- um mismunandi viðfangsefna. Að þeirra mati hafa teikningar barna verið vanmetnar í kennslufræðilegum rannsóknum en þau leggja áherslu á viðtöl við börn þar sem þau tala um og útskýra teikningar sínar. Hér á eftir verður fjallað um það hvernig hugmyndir nemenda í 1. bekk grunnskóla um líkamann birtust í teikningum þeirra áður en formleg kennsla um líkamann hófst, þ.e.a.s. hugmyndir þeirra um útlit, staðsetningu og hlutverk beina og annarra líffæra. Einnig verður skoðað hvernig hugmyndirnar breytast á tveimur skólaárum og reynt að meta hvað það er sem helst hefur áhrif á þróun hugmyndanna. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er byggður á hugsmíðahyggju, einkum kenn- ingum Jean Piaget og Lev Vygotsky um vitsmunaþroska einstaklingsins, en einnig á hugmyndum annarra fræðimanna, svo sem John Dewey og Jerome Bruner (Fosnot, 1996). Samkvæmt kenningu Piaget eru hugmyndir barna og skilningur þeirra afrakstur fyrri reynslu þeirra, og jafnframt sá grundvöllur sem þau byggja á við að endurmeta og breyta fyrri hugmyndum (Piaget, 1977; von Glaserfeld, 1996). Piaget lagði áherslu á virkni einstaklingsins og gildi athafna og taldi fjölbreytt viðfangsefni sem barnið fær að glíma við nauðsynlega forsendu þroska. Samkvæmt kenningunni er jafnvægisleitni (e. equilibration) og aðhæfing (e. accommodation) lykilatriði í þróun vitsmunaþrosk- ans. Barnið upplifir togstreitu þegar það stendur frammi fyrir áhugaverðum og ögr- andi viðfangsefnum og þarf að endurskoða fyrri hugmyndir ? jafnvel breyta þeim ? til að geta tengt nýja þekkingu við þá sem fyrir er (Piaget, 1977; Wadsworth, 1996). Við það næst tímabundið jafnvægi. Hlutverk kennarans er að skapa aðstæður sem hvetja barnið til virkar þátttöku í slíku námsferli. Samkvæmt kenningu Vygotsky (1986) er tungumálið og félagsleg samskipti for- senda vitsmunaþroskans sem mótast jafnframt af menningarlegu umhverfi einstakl- ingsins. Samkvæmt kenningunni (Vygotsky, 1987) er tungumálið tæki til að leysa vitsmunaleg vandamál. Vygotsky lagði áherslu á þátt félaga barnsins í námi þess og þeirra sem lengra eru komnir í þroska þar sem umræður, spurningar og útskýringar gegna lykilhlutverki (Vygotsky, 1986; Fosnot, 1996). Vygotsky notaði hugtakið ?Zone of Proximal Development? eða ?þroskasvæðið? til að útskýra hvernig nám fer fram og hvernig forsendur frekara náms breytast jafnframt. Þá vísar hann til þess bils sem er milli þess sem barnið ræður við eitt og óstutt og endimarka þess sem það ræður við með aðstoð fullorðinna eða annarra getumeiri einstaklinga (Vygotsky, 1978). Sam- skipti við kennara, foreldra og félaga styðja barnið þannig til meiri þroska (Bruner og Haste, 1987). Bruner kom fram með hugmyndir um ?spíral námskrá? (e. spiral curriculum) þar sem námskrá og námsefni á að vera þannig skipulagt að í byrjun er efnið kynnt á einfaldan hátt en síðan smám saman farið út í flóknari og dýpri þætti. Þegar hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.