Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 172
172
HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR
Skandinavísk kona: „Í byrjun fannst mér mjög óþægilegt að ég gat setið þarna í
tíma hjá einhverjum kennara sem vissi ekkert að ég væri ekki íslensk, af því það
sést náttúrulega ekki á mér.“
Asísk kona: „I feel insulted, sometimes hurt…It´s all about dignity.“/„Mér finnst
ég vanvirt, stundum særð.. .Þetta snýst allt um virðingu.“
Erlendu nemendurnir upplifa sig allir að einhverju leyti í jaðarstöðu í skólasamfélag-
inu, sumir nefna tungumálið sem meginþátt í að ákvarða stöðu þeirra, aðrir menn-
ingu sína eða uppruna. Þeir nefna einnig að það sem þeir hafa fram að færa og koma
með, svo sem fyrri reynsla af námi og störfum, hafi lítið að segja sem mótvægi gegn
því sem þá skorti. Skorturinn (þ.e. að kunna ekki íslensku eða vera ekki Íslendingur),
sé það sem staðsetur þá á jaðrinum. Einnig kemur fram í viðtölunum hversu mik-
ilvægt sé að eiga íslenska maka. Nemendur nefna íslenska maka sína sem mikilvæga
stuðningsaðila meðan á námi hafi staðið og að þeir hefðu jafnvel ekki treyst sér í nám
hefðu þeir ekki haft þann bakhjarl. (Eins og áður kom fram eiga flestir þátttakendanna
íslenska maka.) Þátttakendur nefna einnig mikilvægi þess að vera fyrirmynd fyrir
aðra einstaklinga í minnihlutahópum á Íslandi í námi og störfum. Margir þátttakenda
taka þetta hlutverk sitt mjög alvarlega.
Þöggun og einangrun
Þátttakendur tala einnig um áhugaleysi samnemenda og kennara um erlenda nem-
endur, ekki síst þegar sýn þeirra á tiltekna námsþætti sker sig frá algengum viðhorf-
um annarra nemenda. Margir þátttakendanna lýsa reynslu af þöggun og einangrun,
bæði í hópastarfi og umræðum. Þeir segja að íslensku nemendurnir hafi ekki áhuga
á að heyra um annars konar reynslu eða annars konar vettvang. Nokkrir nemendur
nefna útilokun í hópastarfi, hvernig þeir verða eftir þegar nemendur velja sér hópa,
þó að þeir reyni að vera með. Asísk kona lýsir því hvernig hún verður útundan þegar
hópar eru myndaðir og að hún hafi endað í hópi með fötluðum og samkynhneigð-
um einstaklingi. Hún tekur það jafnframt sérstaklega fram að úr því hafi orðið gott
samstarf: „He was crippled and gay… It was terrific.“/„Hann var fatlaður og sam-
kynhneigður... Það var frábært.“ Asísk kona nefnir að hún hafi yfirleitt orðið ein eftir
þegar hópamyndun var lokið: „I ended up doing it on my own – like always.“/„Að
lokum gerði ég þetta ein – eins og alltaf.“ Evrópsk kona lýsir svipaðri reynslu: „Ég
varð bara eftir, ég og ein stelpa sem er mjög slök í náminu.“ Og önnur evrópsk kona
segir: „Það er svo erfitt að tengjast hópnum.“
Nemendurnir ræða um annmarka á hópastarfinu, ekki síst það að nemendur velji
sér sjálfir hópa. Evrópsk kona segir um þetta: „Þeir sem eru alltaf í sömu hópunum
læra ekkert um samskipti.“ Og önnur evrópsk kona segir: „Ég lendi alltaf í hópum
með þeim sem eiga í erfiðleikum í námi… það er mjög pirrandi.“
Nemendurnir nefna einnig að í náminu skorti sárlega þjálfun í samvinnu og hóp-
efli, og að mikilvægt sé að röðun í hópa sé stýrt markvisst af kennurum til að koma í
veg fyrir útilokun og klíkumyndun. Einnig nefna þeir að hópamyndun byggist of oft