Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 177
177
HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL
að huga að alþjóðavæðingu námskráa. Slíkt hefur ekki verið gert markvisst við Kenn-
araháskóla Íslands, en full ástæða er til að taka upp slíka umræðu. Með lýðfræðileg-
um breytingum í íslensku samfélagi undanfarin ár hefur samsetning nemendahópa
í mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum einnig tekið hröðum breytingum. Af
þeim ástæðum er mikilvægt að huga markvisst að því hvers konar þekking og reynsla
sé nauðsynleg kennaranemum fyrir störf þeirra í fjölmenningarlegum samfélögum.
Nieto (1999) hefur spurt hvort skólinn eigi að aðlagast breyttum nemendahópi eða
hvort það sé nemendanna að aðlagast skólanum. Þessa spurningu er mikilvægt að
leggja fyrir öll skólastig á Íslandi og ræða á gagnrýninn hátt hvaða stefnu skuli taka.
Í ljósi þeirrar umræðu sem getið hefur verið hér að framan og m.a. hefur farið fram
undir merkjum hins samevrópska háskólasvæðis, eru auknar kröfur nú gerðar til há-
skóla um að laga sig að fjölbreyttum nemendahópum. Þannig er æskilegt að á há-
skólastigi sé hugað að breytingum á ýmsum stigum, t.d. er varðar aðgengi, námskrá,
kennsluaðferðir, þátttöku o.fl., á grundvelli krafna um jafnan rétt og í ljósi fjölbreyttari
nemendahóps.
Kennaraháskóli Íslands virðist hafa alla burði og aðstæður til að þjóna vel fjöl-
breyttum nemendahópi. Ríkjandi skólamenning og innihald og skipulag námsins
virðist hins vegar ekki vera hliðhollt fjölbreyttum nemendahópi. Svo koma megi til
móts við stöðugt fjölbreyttari nemendahóp þarf því að breyta náminu, skipulagi þess,
innihaldi (námskrá) og kennslufræði. Í rannsókninni kemur fram sú skoðun erlendu
nemendanna að nám við KHÍ miðist fyrst og fremst við þröngan ramma hins íslenska
leik- og grunnskóla. Ekki sé gert ráð fyrir því að kennaranemar vilji hugsanlega starfa
á öðrum vettvangi. Liður í að breyta þessu gæti verið að bjóða alþjóðlegra nám, t.d.
með sérstakri alþjóðlegri námsleið í kennaranámi (Allyson Macdonald, Gígja Árna-
dóttir, Hanna Ragnarsdóttir og Veturliði Óskarsson, 2005). Að gefa náminu í heild
alþjóðlegra yfirbragð og nýta t.d. grundvallarviðhorf og gildi fjölmenningarlegrar
menntunar (Banks, 2005) gæti verið enn stærra skref í þá átt að gera námið hliðhollara
fjölbreyttum nemendahópi. Um leið væri nám byggt á slíkum grunni hentugt til að
þjálfa þvermenningarlega færni allra nemenda. Slík áherslubreyting væri líka liður
í því að laga námið að breyttum samfélagsaðstæðum (Cordeiro o.fl., 2003) og gefa
kennaranemum kost á þjálfun fyrir stærra og fjölbreyttara samhengi en íslenska leik-
og grunnskóla. Störf í skólum í öðrum löndum en á Íslandi eru áhugaverður valkostur
fyrir marga nemendur, sem Kennaraháskóli Íslands hefur e.t.v. ekki sinnt nægilega
vel. Samstarfssamningur KHÍ og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um markvissa
þátttöku Kennaraháskólans í verkefnum á sviði þróunaraðstoðar í menntamálum er
dæmi um slíka möguleika. Samningurinn, sem gildir frá 2005 til ársloka 2009, á að
stuðla að aukinni þekkingu og fræðslu um þróunarsamvinnu auk þess sem markmið
samstarfsins er að Þróunarsamvinnustofnun geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu og ráð-
gjöf sem fyrir hendi er innan skólans (Kennaraháskóli Íslands, 2005b).
Þjónusta við einstaka nemendur, sveigjanleiki og upplýsingagjöf eru þættir sem nið-
urstöður rannsóknarinnar benda m.a. til að þurfi að bæta. Upplýsingagjöf til nemenda
fyrir og í upphafi náms, svo og bætt upplýsingaflæði milli stjórnenda, kennara og náms-
ráðgjafa virðist vega þar þyngst. Í rannsókninni kemur einnig fram mikilvægi þess að