Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 57
57
ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR
Tafla 4 – Afstaða kennara til þess hvort þeir byggðu einkunnir á lokaprófum,
skyndiprófum, einstaklingsverkefnum, afurðum eða frammistöðu nemenda,
hópverkefnum, munnlegum prófum.
Að öllu eða Að nokkru Að engu leyti Samtals
miklu leyti leyti
Loka- eða áfangaprófum 54,6% 31,9% 13,5% 100%
Skyndiprófum 28% 48,4% 23,6% 100%
Mati á afurðum 21,7% 41,3% 37,1% 100%
Einstaklingsverkefnum 16% 53,3% 30,7% 100%
Hópverkefnum 9,8% 49% 41,2% 100%
Mati á frammistöðu 5,4% 42,5% 52,1% 100%
Munnlegum prófum 2,9% 36,6% 60,5% 100%
Lokamat hefur þann megintilgang að gefa upplýsingar um árangur náms við lok
námstíma. Var því kannað hvort þátttakendur teldu að nemendum væri ljóst á hverju
lokamatið væri byggt og eru flestir svarenda sammála því að svo sé, eða 71%. Nið-
urstöður sýna ekki mun á afstöðu þátttakenda eftir því á hvaða aldurstigi þeir kenna
en fram kemur munur eftir stærð skólanna. Flestir kennara í miðlungsstóru skólunum
(300–399), eða 79%, eru sammála því að nemendum sé ljóst á hverju lokamatið sé
byggt. Nokkuð færri kennarar í fjölmennustu skólunum (>399), eða rúm 62%, eru
sammála því að nemendum sé ljóst á hverju lokamatið sé byggt. Þá sýna niðurstöður
að tæpt 61% kennara í fjölmennustu skólunum (>399) byggir einkunnir að öllu eða
miklu leyti á loka- eða áfangaprófum, en það gera 39% kennara í miðlungsstóru skól-
unum (300–399).
Mynd 2 – Afstaða kennara til þess hvort þeir byggðu einkunnir nemenda á virkni, mis-
munandi hæfileikum, framförum og iðni eða hegðun nemenda – greint með ki-kvaðrat
prófi til að skoða hvort svör tengdust aldursstigi sem kennt er. *** p<0,001 ** p<0,01
Niðurstöður sýna að matsaðferðir hafa ekki eingöngu áhrif á einkunnagjöfina þar
sem þátttakendur taka með í henni matsþætti eins og framfarir og iðni, vinnubrögð
og frágang, virkni nemenda, hegðun, mismunandi hæfileika og þá gæði heimavinn-
unnar. Rúmlega þriðjungur svarenda byggir einkunnir að öllu eða miklu leyti á fram-
60
40
20
0
Virkni**
%
H
lu
tfa
ll
ke
nn
ar
a
Hæfileikar*** Framfarir***
36,1
Hegðun**
13,2
15,5
30,9
34,4
5,8 5,4
29,4
50,8
24,5
16,9
46,5
34,4
17
13,8
35,7
1.–4. bekkur 5.–7. bekkur 8.–10. bekkur Fleiri en einu stigi