Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 119

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 119
119 GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR smíðahyggja er höfð að leiðarljósi í kennslu er áhersla lögð á að kanna forhugmyndir nemenda og tekið mið af þeim við undirbúning náms og kennslu (Bruner, 1996; Bruner og Haste, 1987). Á þetta er bent í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999). Þess vegna verður kennarinn, alveg eins og leiðsögumaðurinn, að vita hvar nemandinn er staddur til að geta vísað honum til vegar (Selley, 1999). Þá vaknar spurningin um það hvernig þessar hugmyndir verði kannaðar. Ein aðferð við að kanna hugmyndir nem- enda er að biðja þau um að setja fram skilning sinn með teikningu. RANNSÓKNIR Á FRÆÐASVIÐINU Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem teikningar barna eru notaðar til að kanna hugmyndir þeirra og þekkingu á ýmsum hlutum og fyrirbærum í náttúrunni og hafa þær sýnt að teikningar barna geta gefið mikilvægar upplýsingar um hugmyndir þeirra (Osborne, Wadsworth og Black ,1992; Black og Harlen, 1995; Haney o.fl., 2004). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á hugmyndum barna um mannslíkamann þar sem m.a. teikningar hafa verið notaðar sem rannsóknaraðferð. (Osborne o.fl., 1992; Reiss and Tunnicliffe, 1999a, 1999b, 2001; Reiss, Tunnicliffe, Andersen, Bartoszeck, Carvalho, Chen, o.fl. 2002; Cuthbert, 2000; Carvalho, Silva, Lima og Coquet, 2004). Reiss og Tunnicliffe (1999a) gerðu rannsókn á hugmyndum 102 barna á aldrinum 5 til 11 ára þar sem þau voru beðin að teikna allt sem væri inni í líkamanum. Börnin fengu 10 mínútur til að teikna og hjálp var veitt við að skrá heiti líffæra og beina ef þurfti. Teikningarnar voru greindar samkvæmt 7 þrepa kvarða, sem Reiss og Tunnicliffe þróuðu, um þekkingu á beinum og beinagrindinni. Niðurstöður sýndu að þriðjungur yngstu barnanna, 5 og 6 ára, höfðu mjög litla eða enga þekkingu á beinunum. Einnig sýndu niðurstöður að það var þó nokkur munur á hugmyndum innan aldurshópa þar sem t.d. 10/11 ára barn lenti á þrepi 6 á kvarðanum en annað barn á sama aldri á þrepi 3 (Reiss og Tunnicliffe, 1999a). Reiss og Tunnicliffe gerðu aðra rannsókn á hugmyndum barna um líkamann þar sem 158 börn á aldrinum 5–11 ára voru beðin að teikna það sem væri innan í þeim en nú var athygli þeirra beint að líffærunum en ekki beinunum. Hvert barn teiknaði hér líka aðeins eina mynd og voru myndirnar greindar samkvæmt 7 þrepa kvarða um líffærin sem Reiss og Tunnicliffe þróuðu einnig. Eins og við mátti búast lentu eldri börnin ofar á kvarðanum en þau yngri. Hins vegar kom í ljós að um 8 ára aldur höfðu þau flest nokkuð góða þekkingu á innri byggingu líkamans og mismunandi líffærum þó þau vissu ekki hvernig líffærin tengdust eða að þau væru hluti af stærri líffærakerfum (Reiss and Tunnicliffe, 2001). Í þessum rannsóknum eru Reiss og Tunnicliffe eingöngu að skoða hvaða hugmyndir börn á ákveðnum aldri hafa um líkamann. Þau setja um- ræðuna ekki í sérstakt samhengi við kennslu eða skoða áhrif hennar en benda á þann möguleika að teikningar yngstu barnanna gefi ekki skýra mynd af þekkingu þeirra því teiknihæfileikar þeirra og lítt þróaðar fínhreyfingar geti hamlað þeim að tjá þessa þekkingu. Einnig benda þau á að eldri börnin hafi að öllum líkindum lært eitthvað um líkamann í skólanum en einnig geti börnin hafa lært af sjónvarpi, bókum, myndum og spítalaheimsóknum (1999a og 2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.