Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 198

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 198
198 Kennaramenntun er samstarfsverkefni háskóla og skólanna sem kennararnir eiga eftir að starfa við. Þetta þarf að viðurkenna í verki og það er fráleitt að líta á skólana aðeins sem æfingabúðir sem beri litla eða enga ábyrgð á kennaramenntuninni. Skól- arnir eiga að taka fulla ábyrgð á að þar fari fram markvisst kennaranám og að allir leiðsagnarkennarar hljóti til þess sérstakan undirbúning; hugtökin viðtökukennari og æfingakennari lýsa nokkuð vel þessari úreltu æfingabúðaafstöðu. Val á skólum sem taka þátt í þessu samstarfi þarf að vanda og það er mikilvægt að byggja upp metnað í skólum til að sinna og taka ábyrgð á kennaramenntun. Það þarf að felast skýr fagleg viðurkenning í því fyrir skóla að vera samstarfsskóli um kennaramenntun og sama gildir vitaskuld um að viðurkenna mikilvægi þeirrar leiðsagnar sem þar fer fram, hún er vandasöm og henni fylgir ábyrgð. Háskóli Íslands hefur um nokkurra ára skeið unnið eftir líkani að starfsþjálfun sem mótað var í samstarfi við hóp okkar reyndustu leiðsagnarkennara; afrakstur þess er dæmi um þessa nánu samvinnu og ábyrgð sem ég kalla hér eftir. Samkvæmt þessu líkani eru valdir til samstarfs framsæknir skólar; talað er um heimaskóla nemans enda dvelur hann þar vikulega meira og minna meðan á náminu stendur (að undanteknum fyrstu og síðustu vikum skólaársins). Við það vinnst einkum tvennt: Neminn kynnist skólastarfi á breiðum grundvelli en er um leið í stöðugum ?samræðum? við fræðin. Hann þarf að vinna verkefni sem kalla á ígrundun og greiningu á því sem gerist, tengja skólastarfið jafnóðum við það sem hann er að lesa í fræðunum. Háskólakenn- arinn fylgist þannig með því sem nemendur eru að fást við úti í skólum og getur því sjálfur betur tengt fræði sín við skólastarfið. Ég tel raunar nauðsynlegt að þetta sam- starf gangi mun lengra en við höfum haft bolmagn til fram að þessu og að háskóla- kennarar sem bera ábyrgð á kennslufræðinni hafi beinlínis það verkefni að vera 1?2 daga í viku úti í skólunum og starfi þar með leiðsagnarkennurum og nemum við að greina og meta bæði nýjar og þrautreyndar leiðir sem nemarnir eru að prófa sig áfram með. Endurmenntun sem felst í stuttum, stökum námskeiðum sem einn til tveir kennarar úr hverjum skóla sækja er að mínu mati úrelt fyrirbæri enda benda bæði innlendar og erlendar rannsóknir til þess að slík námskeið skili litlu. Það er þess vegna for- gangsverkefni að hugsa endurmenntun upp á nýtt, leggja áherslu á endurmenntun sem mikilvægan þátt skólaþróunar. Þáttur í slíkri endurskoðun er að finna leiðir til að tengja símenntun grunn- og framhaldsskólakennara sem í dag er rekin sitt í hvoru lagi. Vegna þess hve fjölbreytt og margbrotið skólastarf er tel ég afar brýnt að kennara- menntunarstofnanir bjóði fjölbreytt námsval og nemendur eigi kost á verulegri sér- hæfingu á mörgum mismunandi sviðum, bæði innan einstakra stofnana og á milli stofnana. Lenging kennaranáms í fimm ár gefur aukna möguleika á þessari sérhæf- ingu en hún er ekki sjálfgefin og að henni þarf að huga sérstaklega. Ég er sannfærð um að skóli sem hefur innan sinna vébanda kennara með ólíkan bakgrunn og mismun- andi sérhæfingu veldur betur þeim flóknu verkefnum sem leysa þarf innan skólans en ef allir kennararnir eru sprottnir úr nokkurn veginn sama jarðveginum. Enginn skóli er betri en það fólk sem þar starfar og því er óhjákvæmilegt að velta V IÐHORF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.