Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 155

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 155
155 HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR mátti kom í samræmi við þetta fram mikill og tölfræðilega marktækur munur á milli unglingahópanna tveggja í hinum löndunum sex sem tóku þátt í rannsókninni Deve- loping literacy in different contexts and different languages. Í flestum ef ekki öllum þeirra var stærsta bilið einmitt á þessu aldursbili (Berman og Verhoeven, 2002; Berman og Nir-Sagiv, 2007), en ekki á milli menntskælinga og fullorðinna eins og í íslenska hóp- num. Nú hljóta sömu þroska- og læsisforsendur að vera fyrir hendi á Íslandi og ann- ars staðar, og vegna viðleitni til að jafna áhrif aldurs annars vegar og skólastiga6 hins vegar í löndunum sjö voru íslensku unglingarnir þar að auki einu til tveimur árum eldri en þátttakendur af sama skólastigi í hinum löndunum. Þessar niðurstöður hljóta því að vera nokkurt undrunarefni. Þó ekki sé hægt að prófa beinlínis hvort jafnflókin fyrirbæri og menning þjóða og áherslur í skólastarfi hafi áhrif á færni í málnotkun og textagerð vekur samanburð- urinn á löndunum sjö upp áleitnar spurningar og vangaveltur. Er t.d. hugsanlegt að aðrar tímasetningar á vaxtarsprettum í textagerð íslensku þátttakendanna skýrist að einhverju leyti af ólíkum kennsluháttum hér og í samanburðarlöndunum á þessu skólastigi7? Að meiri áhersla sé þar lögð á þjálfun í að kljást við krefjandi og flókna texta og setja fram margs konar efni í samfelldu rit- og talmáli á síðustu árum skyldu- náms en gert er á Íslandi? Það má vera ljóst að til þess að öðlast færni í að skilja og tjá sig í samfelldri orðræðu um flókin og fjölbreytileg fyrirbæri, eins og reynir á í þessari rannsókn, þarf ríkuleg tækifæri til að þjálfa sig í slíkri orðræðu. Þær raddir heyrast hins vegar oft að kennsluhættir í efstu bekkjum íslenskra grunnskóla séu full einhæfir og miðist um of við undirbúning nemenda fyrir einstaka, afmarkaða þætti samræmdra prófa í 10. bekk. Ef marka má fyrstu niðurstöður rannsóknar sem Rúnar Sigþórsson vinnur að um þessar mundir er þessi gagnrýni ekki úr lausu lofti gripin. Rannsókn Rúnars (sjá m.a. Rúnar Sigþórsson, 2006) tekur m.a. til áhrifa samræmdra prófa á kennsluhætti og viðfangsefni nemenda í síðustu bekkjum íslenskra grunn- skóla og hættunnar á að tekið sé meira mið af prófaundirbúningi en langtímamark- miðum menntunarinnar. Kennsluhættir stjórnist af því sem er sýnilegt og afmarkað – svo sem málfræði, stafsetning, rétt mál og rangt – en útundan verði lesskilningur og þjálfun í málflutningi í samfelldu máli, sem eru óáþreifanlegri og erfiðari í prófun. Endanlegar niðurstöður Rúnars liggja ekki fyrir, en hann telur sig þó sjá þess skýr merki að í fyrsta lagi fái inntaksþættir Aðalnámskrár í íslensku mjög mismikla athygli í samræmdum prófum í 10. bekk, og málfræði og stafsetningarkennsla vegi síðan enn þyngra í íslenskukennslu skólanna en sem svarar vægi þeirra í samræmdu prófunum. Um kennsluhætti og efnisval segir Rúnar m.a.: 6 Í hinum löndunum ljúka unglingar stúdentsprófi einu eða tveimur árum fyrr en á Íslandi. 7 Þar eð þetta er þversniðsrannsókn er ekki hægt að útiloka þá skýringu á „stöðnuninni“ í orðræðu- færni á milli 14 og 17 ára aldurs að síðarnefndi hópurinn hafi einfaldlega verið slakari en hinir hóparnir – honum hafi jafnvel farið mikið fram frá því þeir voru sjálfir í 8. bekk. Takmarkanir þver- sniðsrannsókna felast m.a. í því að ekki er hægt að útiloka að skýringin sé af þessum toga – til þess hefði þurft langsniðsrannsókn þar sem sömu einstaklingum er fylgt eftir milli ára. Hins vegar er fátt sem bendir til annars en að í menntaskólahópnum séu þvert á móti mjög góðir nemendur: Þeir luku allir samræmdum prófum með bestu einkunn árinu áður, auk þess sem óbirtar niðurstöður greiningar á málfræði-, stafsetningar- og málfarsvillum í þessum sömu textum sýna að þar standa þeir mjög vel að vígi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.