Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 88
88
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
óhljóðrétt orð eins og „hjartsláttartruflanir“ sem nemandinn gat orðið lesið rétt og
óslitið í fyrstu atrennu. Greinilegt er að þær breytingar sem urðu á lestarafköstunum
stýrðust af DI–PT kennslunni (7. tafla). Þegar lestrarafköstin eru skoðuð er kennslu
lauk í maí 2005, aftur eftir langt sumarfrí í september 2005 og enn á ný í lok kennsl-
unnar í mars 2006 skapa afkastasveiflurnar eins konar vendisnið (reversal experimental
design) (Guðrún Árnadóttir og Þorlákur Karlsson, 2003) án þess þó að um tilætlaða
íhlutun kennarans af því tagi væri að ræða (4. mynd). Samband DI–PT kennslunnar
og lestrarfærni nemandans sést einnig á mælingunum í mars 2007, um einu ári eftir
að nemandinn hafði náð færnimiði í raddlestri. Þá reynist fjöldi rétt og rangt lesinna
atkvæða á mínútu vera þessi: 1. texti 157/1, 2. texti 161/0, 3. texti 138/2, 4. texti 134/3,
og 5. texti 141/1. Afkastaaukningin frá því árinu áður, í mars 2006 þegar kennslunni
lauk, er samkvæmt þessu: 1. texti, 1,04x, 2. texti, 1,07x, 3. texti, 1,0x, 4. texti, 1,35x og
5. texti, 1,10x (7. tafla; 3. mynd, 6. mælibil; 4. mynd).
Mynd 4
Þótt hraðaaukningin hafi verið dræm á þessu eina ári sem leið milli mælinganna 2006
og 2007 sýna þær að áunnin færni hefur geymst og ekki dalað aftur. Þær sýna einnig
að læsið er ekki bundið 1., 2. og 3. texta sem kenndir voru, heldur hefur lesfærnin
einnig rækilega skilað sér við lestur 4. og 5. texta sem áður höfðu aðeins verið mældir
en aldrei kenndir. Gagnsemi og geymd frumkennslunnar með beinum fyrirmælum á
réttri umskráningu málhljóða og bókstafa sem hér er lýst er ótvíræð þótt leshraðinn
þyrfti að vera heldur meiri.
Áhrif kennslunnar sem frumbreytu sést einnig á 5. mynd sem sýnir einkunnir nem-
andans úr skóla. Í janúar 2005, þegar DI–PT kennslan hófst, voru engar upplýsingar til
um leshraða hans. Skólaeinkunn í hraðlestri birtist fyrst í janúar 2006, og fær nemand-
inn einkunnina 4,0. Hraðlestrarprófið var ætlað 3. bekk og hefði einkunn fyrir lestur
á aldurssvarandi efni væntanlega verið eitthvað lægri. Þá um vorið (2006) fær hann
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
jan. mars maí júlí sept. nóv. jan. mars maí júlí sept. nóv. jan. mars
2005 2006 2007
Tí
ðn
i:
Fj
öl
di
r
ét
t l
es
in
na
a
tk
væ
ða
á
m
ín
út
u
1. Texti 2. Texti 3. Texti 4. Texti 5. Texti
Afkastasveiflur