Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 196

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 196
196 orða sé gefin. Vilji maður vita hvað orð merkir getur maður flett því upp, til dæmis í orðabók eða fræðibók. Þetta er hluti af orðræðu pósitívismans sem enn ríkir yfir hugum fólks í vestrænum heimi. Pósitívisminn gefur sér að heimurinn sé kortleggj- anlegur, að það sé hægt, með rannsóknum og fræðimennsku, að kortleggja hann, vita hvernig allt er í raun og veru. Hugsmíðahyggja er af allt annarri rót. Samkvæmt henni er maðurinn höfundur tilverunnar. Ekki í þeim skilningi að hann hafi skapað heiminn og náttúruna heldur í þeim skilningi að hann hafi skapað sögur og orðræðu um heim- inn og náttúruna og sjálfan sig í leiðinni. Og við lifum og hrærumst í þessum sögum og orðræðu, meðvitað eða ómeðvitað. Hún: Ég er ekki alveg viss um að ég fylgi þér. Sjáðu til, ég er að reyna að berja saman einhverja starfskenningu, hvernig best sé að hugsa um kennaramenntun. Þú talar bara um sögur og orðræðu! Hvað ertu að reyna að segja mér? Ég: Ég er að reyna að segja við þig að menntun, og þá um leið kennaramenntun, snýst fyrst og fremst um sögur og orðræðu. Að læra að kenna er að verulegu leyti fólgið í því að átta sig á því að það eru til ýmsar sögur og ýmiss konar orðræða um skólastarf, nám og kennslu. Heimspekingurinn Karl Popper hafði einu sinni á orði að við værum fangar eigin skilningsramma eða framework eins og hann kallaði það. Með þessu átti hann við að með því að lifa í tilteknu samfélagi lokist maður inni í þeim sögum og þeirri orðræðu sem þar tíðkast. Þær verða Sannleikurinn með stóru S-i, heimurinn eins og hann er í raun og veru. Frá unga aldri grípum við upp orð og talshætti og sögur um flesta hluti, meðal annars um það hvað það merkir að vera manneskja, hvernig fólk hugsar og hvernig það lærir. Bruner kallar slíkar sögur alþýðukenningar í bók- inni The Culture of Education og telur einsýnt að þær móti öðru fremur athafnir kenn- ara í skólastofunni. Þegar kennaranemi kveður dyra í kennaranámi er hann yfirleitt gegnsýrður af slíkum alþýðukenningum um skólastarf, fangi þeirrar orðræðu sem hann hefur alist upp við. Að auki hefur hann fyrir sér myndir úr skóla sem harmónera við slíkar kenningar, til dæmis kennarann sem stendur uppi við töflu og talar yfir nemendum sínum. Vandi kennaranemans felst í því að komast út úr þessu fangelsi sem menning hans hefur búið honum, átta sig á því að það gefst öðruvísi orðræða um skólastarf sem hann getur rannsakað í því augamiði að víkka og dýpka og efla hugsun sína og eygja þar með nýja möguleika í starfi með nemendum sínum. Hlutverk þitt, eins og ég skynja þetta, er fyrst og fremst fólgið í því að hjálpa kennaranemunum þín- um að losna úr fangelsinu. Þá er líklegra en ella, tel ég, að þeir þroski með sér hugsun og starfshætti sem gefa nemendum þeirra aukið rými til að hugsa og möguleika til að menntast. Hún: Takk fyrir spjallið! (Brosir) Hafþór Guðjónsson er dósent í kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands V IÐHORF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.