Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 22

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 22
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“ 22 Ætla má að það sé einmitt við upphaf starfsferils sem mikilvægast er að leiða nýliða inn í starf með styrkri leiðsögn svo koma megi í veg fyrir það óöryggi og streitu sem upphaf kennslunnar veldur. Feiman-Nemser (2003) bendir á að fái nýir kennarar ekki góða aðstoð í upphafi sé hætta á að þeir gefist upp eða komi sér upp aðferðum til að lifa af álagið en framþróun í starfi þeirra verði lítil sem engin og oft verði þeir neikvæðir út í starfið. Þetta er einnig í samræmi við rannsókn Önnu Þóru Baldursdótt- ur (2000) þar sem kemur fram að einkenni kulnunar kennara á fyrsta starfsári megi rekja til lítils stuðnings í upphafi kennsluferils. Þetta er ekki síst umhugsunarvert fyrir stjórnendur sem vilja hag nemenda og kennara sem mestan og bestan. Einnig má velta fyrir sér hvað samkennarar geti gert til að styðja hver annan í að ná árangri í starfi og stuðla með því að góðri samvirkni kennara. Þessir hlutir gerast ekki af sjálfu sér og þess vegna þarf skólasamfélagið allt að taka á móti nýliðum og styðja þá fyrstu skrefin í því að verða góðir fagmenn. Í það minnsta ættu stjórnendur að sjá til þess að nýir kennarar séu ekki látnir afskiptalausir og að þeir þurfi ekki að uppgötva hlutina á eigin spýtur. Hjá Heller (2004) kemur fram sú skoðun að það sé í verkahring skólastjórnenda að sjá til þess að tækifæri skapist til samvinnu nýrra kennara og þeirra sem reynd- ari eru og Halford (1999) telur nauðsynlegt að skólar hlúi vel að nýliðum í kennslu og auðveldi þeim að koma á framfæri hugmyndum sem þeir hafa með sér úr kenn- aranáminu. Það þurfi að ræða þær og athuga hvernig þær falla að sýn skólans. Á þann hátt skapist umræða sem geti leitt til framfara í kennslumálum. Áður en viðmælendur hófu störf höfðu þeir háleitar hugmyndir um það að reyna að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda með viðeigandi námsefni og kennsluaðferðum. Þegar þeir litu til baka er þetta eitt af því sem þeir segjast hafa átt í hvað mestum erfiðleikum með og segja að þeir hafi „lent“ í því að skipuleggja kennslustundir með heildina í huga en ekki einstaklinginn. Hugsanlega stafar þetta af því að þeir noti ekki kennsluaðferðir sem hæfa aðstæðum og þyrftu að fá leiðsögn um lausn vandans. Aga- og bekkjastjórnun var einnig einn þeirra þátta sem nýliðarnir höfðu áhyggjur af áður en þeir hófu störf og svo virðist sem viðmælendur mínir hafi reiknað með því að lenda í vanda hvað þetta varðar Þeir viðurkenndu að hafa átt í vandræðum hvað aga- og bekkjastjórnun varðar, en athyglisvert er að þeir töldu eftir á að sá vandi hefði ekki verið meiri en þeir bjuggust við. Þeir útskýrðu sjálfir að sennilega hefðu þeir ekki beitt réttum kennsluaðferðum eða ekki verið nægjanlega ákveðnir og öruggir í framgöngu gagnvart nemendum. Þetta samræmist skoðunum Westerman (1991), að nýliðar eigi erfitt með að sjá fyrir ýmsa þætti í kennslustundinni sem ekki eru sýni- legir eða áþreifanlegir, þeir horfi fremur á sýnilega þætti. Hugsanlegt er að umfjöllun um aga- og bekkjarstjórnun sé á þann veg í náminu að nýliðarnir hafi gert sér grein fyrir vandanum fyrirfram. Það er þó áleitin spurning hvort nýju kennararnir séu sjálf- ir hæfir til að dæma um hvort þetta vandamál sé til staðar hjá þeim eða ekki miðað við það eftirlitsleysi sem þeir búa við. Enn fremur má spyrja hvort þeir hafi kjark til að viðurkenna fyrir samkennurum eða stjórnendum að ekki sé allt eins og þeir vildu hafa það. Þessar áhyggjur viðmælendanna samræmast niðurstöðum í erlendum rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.