Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 189

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 189
189 Uppeldi og menntun 16. árgangur 2. hefti, 2007 ELNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR Kennaramenntun í allra þágu Í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Evrópuráðsins og Evrópu- þingsins frá ágúst síðastliðnum, Improving the Quality of Teacher Education, er fjallað um það hvernig kennarar gegni afgerandi og mikilvægu hlutverki við að hjálpa fólki til að þroska og nýta til fulls hæfileika sína og við að afla sér þeirrar þekkingar og færni sem einstaklingar þurfa að búa yfir jafnt í daglegu lífi sem á vinnumarkaði. Kennarar séu miðlarar milli heims í örri þróun og einstaklinga sem eru á leið út í lífið. Kenn- arastarfið sé að verða æ flóknara, kröfur til kennara séu að aukast og starfsumhverfi þeirra verði æ meira krefjandi. Gæði kennslu eru í skýrslunni talin meðal ráðandi þátta um það hvort löndum Evrópusambandsins tekst að auka samkeppnishæfni sína á heimsvísu. Rannsóknir sýni að gæði kennslu tengist með beinum og jákvæðum hætti námsárangri nemenda ? sé reyndar mikilvægastur þeirra þátta í starfinu innan skólans sem skýri árangur eða frammistöðu nemenda og til dæmis mun mikilvægari en áhrif námsskipulags, skólastjórnunar eða fjárhagslegra skilyrða. Það er því talið mikilvægt að auka gæði kennaramenntunar beinlínis til að auka líkur á að ná mark- miðum samevrópskra menntaáætlana á borð við Lissabonáætlunina frá árinu 2000 þar sem árangur hefur ekki verið sem skyldi en meðal markmiða hennar er að færri flosni upp úr skóla án grunnskólaprófs eða frekari menntunar, að fjölga útskrifuðum úr framhaldsskólum og að ólæsum eða treglæsum fimmtán ára unglingum fækki. Kennarastarfið í deiglu breytinga En hvernig eru þá þessar breyttu og auknu kröfur til kennara og kennarastarfsins? Kennarar þurfa eftir sem áður að vera vel menntaðir í sínum fræðigreinum eða á sínum kennslusviðum, fylgjast með í faginu, aðlaga upprunalega þekkingu sína breytingum og nýjungum innan fræðigreina og sviða og bæta við menntun sína bæði með form- legu og óformlegu námi. En kennarar gegna nú líka hlutverki við að hjálpa nemend- um til sjálfstæðis í námi og vinnubrögðum við þekkingar- og upplýsingaleit fremur en að tileinka sér ákveðinn þekkingarforða. Kennarar eru í auknum mæli skipuleggj- endur, verkstjórar og miðlarar í fjölbreytilegri samvinnu við nemendur og samkenn- ara, þurfa að bregðast við kröfum samtímans um einstaklingsmiðun í námi nemenda, meiri kröfum um fjölbreytilegar kennsluaðferðir og nálgun við viðfangsefni, notkun nýrrar og síbreytilegrar tækni við öflun og nýtingu þekkingar og upplýsinga. Þátttaka kennara í stefnumótun, stjórnun og jafnvel stjórnsýslu er víða að aukast vegna þróun- ar í átt til aukins sjálfstæðis skóla og vegna breyttra viðhorfa um þátttöku starfsmanna í slíkum störfum og hugmynda um valddreifingu. Enn má nefna til sögunnar sjálfs- mat eða innra mat skóla sem er tiltölulega nýr þáttur í starfi kennara, áætlanagerð, samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skóla og kerfisbundið, rafrænt bókhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.