Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 102
102
VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU?
Úrvinnsla
Gerð er grein fyrir almennri svörun og lýðfræðilegum spurningum með lýsandi
tölfræði. Við útreikninga úr krosstöflum var reiknaður Kí-kvaðratstuðull (χ²) með
Kí-kvaðratprófi (Chi-square). Við samanburð á raðkvarðaspurningum var notað
Kí-kvaðrat og „línulegt samband“ (Linear-by-Linear eða Chi-squared test for trend). Í
Kí-kvaðratprófi eru frelsisgráður breytilegar en í línulegu sambandi eru þær alltaf 1.
Meðaltöl tveggja hópa voru borin saman með t-prófi tveggja óháðra úrtaka (2 in-
dependent sample t-test). Fylgni milli svara úr raðkvarðaspurningum var könnuð með
Spearman´s rho.
Í samanburðarprófum á tíðnitöflum þarf að huga að stærð úrtaks og dreifingu.
Ef áætlaður fjöldi (expected count) er lágur eykst hættan á höfnunarmistökum (Type 1
error). Miðað er við að lágmark áætlaðs fjölda sé fimm í 80% valmöguleika (Altman
1991). Aðrir segja að höfnunarvilla sé ólíkleg við ofangreindar aðstæður ef heildarfjöldi
í töflu er mikill, t.d. meiri en 20 (Howell, 2002). Fylgt var ábendingum Altmans með
þeim fyrirvara að dreifing á svörum er víða lítil og getur haft áhrif á svörunina.
Í öllum útreikningum var miðað við að p< 0,05 væri marktækt.
NIÐURSTÖÐUR
Greint verður frá þátttöku í könnuninni, hversu margir vildu stuðning og svo nánar
hvað einkenndi þá sem vildu stuðning og þá sem ekki vildu hann. Rýnt verður nánar
í svör þeirra sem vildu stuðninginn og loks skoðað í hverju og með hvaða hætti stuðn-
ings var óskað.
Þátttaka í könnuninni og vilji til að fá stuðning í foreldrahlutverkinu
Af þeim 180 spurningalistum sem sendir voru út var 131 (72,2%) svarað. Svipaður
fjöldi svara var frá öllum árgöngunum en svör komu frá foreldrum fleiri stúlkna (83%)
en drengja (62%). χ² (1, N=180) = 10,1, p<0,05. Mæður voru langoftast með í að svara
spurningalistanum eða í 99% tilfella en í vissum tilfellum voru fleiri en einn svarandi.
Þannig svöruðu mæður einar í 77% tilfella, í 21% tilfella svöruðu móðir og faðir, í 1%
tilfella eingöngu faðir og í 1% tilfella móðir og stjúpfaðir.
Þegar foreldrar voru spurðir hvort þeir væru hlynntir því að fá stuðning í foreldra-
hlutverkinu kom í ljós að 89 (68%) svarendur voru hlynntir stuðningi í einhverjum
þætti foreldrahlutverksins en 92% foreldra töldu sig þó mjög vel eða vel í stakk búna
til að ala barn sitt upp. Þrjátíu og átta (29%) óskuðu ekki eftir stuðningi. Fjórir svöruðu
ekki spurningunni. Athugað var hvort þeir sem annars vegar vildu stuðning í for-
eldrahlutverkinu og hins vegar þeir sem vildu hann ekki svöruðu öðrum spurningum
spurningalistans á marktækt mismunandi hátt.
Meirihluti svarenda, eða 83%, taldi skólann eiga að taka þátt í uppeldi barna þeirra
og 40% taldi hann afdráttarlaust gera það, t.d. með fræðslu um siðferðisleg gildi og
þjálfun í samskipta- og félagsfærni auk almennrar þekkingarfræðslu sem jafnvel virtist