Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 150
150
ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA
Mynd 4 – Hlutfall aukasetninga af öllum setningum eftir aldri og textategund.
Eins og gert var ráð fyrir í tilgátum voru AUKASETNINGAR hærra hlutfall setninga í álits-
gerðum (M=47,5%) en í frásögnum (M=34,7%) (F(1,303)=94,181, p<0,01) í öllum ald-
ursflokkum (sjá mynd 4), og hlutfall þeirra á kostnað aðalsetninga jókst jafnframt með
ALDRI (F(3, 303)=20,579, p<0,01). Post hoc próf staðfesta að 11 ára börnin (M=34,8%)
nota aukasetningar hlutfallslega minna en aðrir aldursflokkar og fullorðnir (M=48,3%)
marktækt mest. Munur á 14 ára unglingum (M=42,2%) og 17 ára menntskælingum
(M=40,2%) er sem fyrr ekki marktækur.
Þrír undirflokkar aukasetninga, fallsetningar, tilvísunarsetningar og atvikssetningar
voru kóðaðir sérstaklega. ALDUR og TEXTATEGUND höfðu marktæk áhrif á dreifingu allra
þessara undirflokka, en KYN hins vegar ekki.
Mynd 5 – Meðalhlutfall fallsetninga (af öllum setningum) eftir aldri og textategund.
FALLSETNINGAR (mynd 5) voru meira notaðar í álitsgerðum (M=21%) en frásögnum
(M=15,2%) (F(1, 303)=31,174, p<0,01) í öllum aldursflokkum, og notkun þeirra jókst
einnig marktækt með aldri (F(3, 303)=30,696, p<0,01). Post hoc próf staðfestu að 11
ára börn (M=12,3%) notuðu fallsetningar minna en 14 ára unglingar (M=18,3%), og
fullorðnir (M=25,5%) notuðu þær meira en börn og unglingar. Munur á 14 og 17 ára
(M=16,2%) unglingum var ekki marktækur.
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
Álitsgerð
Frásögn
H
lu
tf
a
ll
a
u
k
a
se
tn
in
g
a
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
Álitsgerð
Frásögn