Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 55
55
ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR
Tafla 2 – Afstaða kennara til þess hvað þeir hafa að leiðarljósi við að skipuleggja námsmatið.
Þekking Hátterni Verkfærni Afrakstur Rökhugsun
Helst 47,4% 23,5% 16,7% 4,5% 7,6%
Í meðallagi 15,9% 23,5% 28% 16,7% 14,8%
Síst 11,7% 25,8% 22% 21,6% 13,6%
Ekki 25% 27,2% 33,3% 57,2% 64%
Samtals 100% 100% 100% 100% 100%
Til að kanna fjölbreytni matsaðferða kennara var spurt að hve miklu leyti þeir byggðu
námsmatið á skriflegum prófum, verkbundnu mati (frammistöðumati), hópverk-
efnum, ritgerðum, ritunarverkefnum, sjálfsmati, jafningjamati og ferilmöppu. Tafla
3 sýnir að flestir þátttakenda byggja námsmatið á frammistöðumati og skriflegum
prófum og að fæstir byggja það á ferilmöppu, sjálfsmati og jafningjamati.
Tafla 3 – Svör kennara um það hvort þeir byggðu námsmatið á skriflegum prófum,
frammistöðumati, hópverkefnum, ritgerðum, ritunarverkefnum, sjálfsmati, jafningjamati,
ferilmöppu.
Að öllu eða Að nokkru leyti Að engu leyti Samtals
miklu leyti
Mati á frammistöðu 62,1% 33,3% 4,6% 100%
Skriflegum prófum 55,9% 26,9% 17,2% 100%
Mati á afurðum 47,9% 35,8% 16,3% 100%
Ritunarverkefnum 22,5% 46% 31,5% 100%
Hópverkefnum 18,1% 45,2% 35,7% 100%
Ritgerðum 5,6% 42,7% 51,7% 100%
Ferilmöppu 5,5% 7,4% 77,1% 100%
Sjálfsmati 3% 29,5% 67,5% 100%
Jafningjamati 1% 3,3% 85,7% 100%
Niðurstöður sýna mun eftir því á hvaða aldursstigi þátttakendur kenna í spurning-
um um skrifleg próf og frammistöðumat. Það eru helst svarendur sem kenna á eldri
stigum sem byggja námsmatið að öllu eða miklu leyti á skriflegum prófum. Tæp 78%
kennara á miðstigi og rúm 63% á unglingastigi byggja námsmatið á skriflegum próf-
um en það gerir helmingur kennara á yngsta stigi. Á hinn bóginn leggja kennarar
sem kenna á yngsta stigi og fleiri en einu stigi fremur frammistöðumat til grundvallar
námsmati sínu. Rúm 80% kennara á yngsta stigi segjast byggja námsmatið að öllu
eða miklu leyti á frammistöðumati, 66% á fleiri en einu stigi en tæp 52% kennara á
unglingastigi. Þá leggur meirihluti (82%) svarenda áherslu á að meta þekkingu nem-
enda á námsefninu og helmingur svarenda leggur áherslu á að meta hæfni nemenda.
Meirihluti kennara á miðstigi (92%) setur það í forgang að meta þekkingu nemenda á
námsefninu en 69% á fleiri en einu stigi. Á hinn bóginn leggja 65% kennara á fleiri en
einu stigi áherslu á að meta hæfni nemenda en tæp 39% á miðstigi.