Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 15

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 15
MAR ÍA STE INGR ÍMSDÓTT I R 15 Þeir sem brautskráðir voru frá HA höfðu sóst eftir því að komast í þá skóla sem þeir þekktu úr æfingakennslu og höfðu góða reynslu af. Minna máli virtist skipta hvaða aldurshópum þeim stóð til boða að kenna eða hvaða námsgreinar. Þeir fundu til meira öryggis með því að hefja nýtt starf við þekktar aðstæður en að leita í skóla sem þeir þekktu ekki. Fjölbreyttari ástæður lágu að baki umsóknum og ráðningu þeirra sem brautskráð- ust frá KHÍ. Þar réð meðal annars búseta, aldur nemenda og/eða bekkjarstærð. Eins og einn þessara viðmælenda sagði: „ …og skólastjórinn bauð mér fámennan bekk, færri en venjulega, og mér fannst það skipta miklu máli.“ Viðmælendur sögðust allir hafa fundið fyrir kvíðablöndnum spenningi en þó einnig einhvers konar tilhlökkun þegar vorið nálgaðist og líða tók að brautskráningu. Námi var að ljúka og vinnumarkaðurinn blasti við. Þeir sögðust hafa fundið fyrir tilhlökkun til að takast á við kennarastarfið og vinnu með nemendum og þeir vonuðust einnig til að geta gefið eitthvað af sér í starfinu og látið gott af sér leiða. Þegar viðmælendur töluðu um væntingar til starfsins var virkni nemenda í eigin námi, fjölbreyttar kennsluaðferðir og jákvæður agi ofarlega í huga þeirra og nokkrir voru með ígrundaðar hugmyndir þar að lútandi. Meirihluti þeirra nefndi að þeir hlökkuðu virkilega til að takast á við starfið, eða eins og Halla orðaði það: …hafa gaman af því, allt gangi upp og ég geti búið til skemmtileg verkefni fyrir nemendur mína. Ég tel nefnilega að gleðin sé nauðsynlegur partur af starfinu. Mesta áskorunin við starfið, að mati flestra, var spurningin um eigin hæfni til að gegna kennarastarfinu og bera ábyrgð á námi nemendanna. Þeir töldu enn fremur að mikilvægt væri hvernig þeim tækist að mæta mismunandi getu nemenda í bekk, sér- staklega í fjölmennum bekkjum. Eftirfarandi orð Önnu endurspegla vel viðhorf þeirra hvað þetta varðar: Mig langar að standa mig vel og ná árangri með nemendum einstaklingslega, reyna að sjá hvern nemanda fyrir sig en ekki miða allt við hópinn. Viðmælendur töldu líka að það myndi reyna mikið á hæfni þeirra að sinna þeim nem- endum sem ættu við sértæk vandamál að stríða. Þá kom það fram hjá helmingi kenn- aranna að þeir teldu töluverða ögrun felast í því að þurfa að kynna sér námsefni sem þeir þekktu ekki vel og koma því á skiljanlegan hátt til nemenda. Þegar spurt var hverjir væru helstu kvíðaþættir kom skýrt fram að þeir höfðu áhyggjur af því hvernig þeir gætu átt sem best samstarf við foreldra. Fram kom að þeir kviðu því að standast ekki væntingar foreldra til þeirra sem kennara og voru óör- uggir um hvernig þeir gætu sem best hagað þessu samstarfi. Enginn vafi var í hugum þeirra að gott foreldrasamstarf væri nauðsynlegt góðu skólastarfi. Fleiri þættir voru einnig til umræðu þegar spurt var um kvíðaþætti, svo sem aga- mál. Elín svaraði: Ég óttast að ég missi stjórn á nemendum, verði ekki nægjanlega ákveðin til að hafa stjórn á þeim. Kannski vantar mig sjálfstraust til að þora að beita mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.