Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 58
58
NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA
förum og iðni nemenda og rúmlega fjórðungur á vinnubrögðum þeirra og frágangi
verkefna. Rúmlega fimmtungur svarenda byggir einkunnir að öllu eða miklu leyti
á virkni nemenda. Fæstir svarenda byggja einkunnir á þáttum eins og hegðun, mis-
munandi hæfileikum nemenda eða gæðum heimavinnunnar, eða tæp 19%. Um þriðj-
ungur kennaranna byggir einkunnir að engu leyti á slíkum matsþáttum. Niðurstöð-
ur um lokamatið sýna einungis mun eftir aldursstigi í spurningum um matsþætti í
einkunnagjöfinni. Á mynd 2 má sjá að það eru helst kennarar sem kenna á yngsta og á
fleiri en einu stigi sem byggja einkunnir að öllu eða miklu leyti á slíkum matsþáttum.
UMRÆÐA – NÁMSMAT Í HÖNDUM GRUNNSKÓLAKENNARA
Eins og áður sagði var tilgangur rannsóknarinnar fyrst og fremst að skoða stefnu skóla
í námsmati, áherslur og fjölbreytni aðferða kennara við að meta stöðu og framfarir
nemenda og hvernig þeir nýta niðurstöður til að leiðbeina nemendum og veita þeim
upplýsingar um stöðu sína.
Niðurstöður benda til þess að vitund kennara um stefnu skóla í námsmati og
áherslur í námsmati séu svipaðar niðurstöðu Stiggins og Conklin (1992) sem segja
að kennarar hafi ekki skýra mynd af stefnu skóla í námsmati. Þeir segja að áhersla í
námsmati sé á inntak námsefnis og athafnir nemenda og matsaðferðir kennara séu
skrifleg próf og mat á frammistöðu nemenda. Þá koma niðurstöður heim og sam-
an við niðurstöður bandarískra rannsókna á einkunnagjöf kennara. Meginuppistaða
í einkunnagjöf þeirra er byggð á prófum og að hluta til á virkni og hæfni nemenda
(McMillan og Workman, 1998; McMillan, 2001).
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sterkt samband sé á milli aldursstigs
og námsgreina sem þátttakendur kenna og námsmats en þetta tvennt hefur afgerandi
áhrif á hvað kennarar setja í forgang að meta og hvaða matsaðferðir þeir velja. Þessar
niðurstöður koma heim og saman við niðurstöðu Cizeak, Fitzgerald og Racher (1995)
og Stiggins og Conklin (1992) sem segja að munur sé á námsmati kennara eftir kyni,
starfsumhverfi, starfsreynslu þeirra, aldri nemenda og námsgreinum sem þeir kenna.
Fjölbreytni í námsmati virðist mun meiri á yngsta stiginu þar sem lögð er áhersla á
frammistöðumat og að meta t.d. framfarir, virkni og hæfni nemenda. Kennarar á eldri
stigum virðast uppteknari af að meta þekkingu nemenda á námsefninu með skrif-
legum prófum. Það kemur heim og saman við skoðun Anderson (2003), McMillans og
Workman (1998) svo og Stiggins og Conklin (1992).
Það kemur ef til vill ekki á óvart að námsmat meðal kennara, sem kenna aðrar
námsgreinar en bóklegar, taki meira mið af færni og afrakstri nemenda og segja má að
námsmat þeirra geti verið ögn flóknara en hjá kennurum sem kenna bóklegar náms-
greinar. Ef til vill má skýra muninn á milli kennara eftir því á hvaða aldursstigi þeir
kenna með því að námsmati á yngsta stigi sé ætlað að taka meira mið af aldri og
þroska nemenda. Að ákveðin skil eigi að vera í náminu þegar nemendur færast á mið-
stigið og þá má gera ráð fyrir að námsmat á unglingastigi taki fyrst og fremst mið af
bóknámsgreinum.
Þegar hins vegar er miðað við niðurstöður rannsóknarinnar um áhrif samræmdra