Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 140

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 140
140 ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA INNGANGUR Leikmanni kann að virðast sem börn hafi náð fullum málþroska um 10 ára aldur. Í vissum skilningi er það rétt: Þá þegar hafa börn náð valdi á langflestum beygingar- og setningargerðum móðurmálsins og öðlast heilmikinn orðaforða. En eitt er að kunna skil á orðum og málfræði, annað að ná valdi á að beita þeirri þekkingu markvisst í samfelldri orðræðu þar sem tengja þarf saman setningar í langar máls- og efnisgreinar þannig að þær myndi eina órofa heild. Að rekja atburðarás í frásögn eða setja fram skilmerkilega álitsgerð um menn og málefni eru dæmi um málnotkun af þessu tagi. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar Mál í notkun: tal- og ritmál barna, unglinga og full- orðinna, sem kynnt verður í þessari grein, staðfesta að á þessu sviði eiga börn eftir að bæta miklu við sig á unglingsárunum og raunar fram á fullorðinsár, enda er þróun málnotkunar af þessu tagi komin undir fjölda annarra breyta, ekki síst vits- munaþroska og ýmsum félagslegum og menningarlegum þáttum, sem í nútímanum tengjast einkum (lang)skólagöngu og menntun. Fyrri rannsóknir greinarhöfundar á frásagnarhæfni barna á aldrinum þriggja til níu ára og samanburðarhópi fullorðinna (sjá m.a. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1992, 2004) sýna að níu ára hafa íslensk börn náð góðum tökum á sögubyggingu og samfellu í frásögn, en jafnframt að á þeim aldri er enn langt í land að börn hafi náð færni fullorðinna í orðræðu af þessu tagi (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1992; Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist 2004). Niðurstöður erlendra rannsókna styðja þessar niðurstöður (sjá t.d. Berman og Slobin, 1994 og yfirlit í Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004). Mun minna er vitað um þróun máls og mál- notkunar í samfelldu máli eftir níu til tíu ára aldur, en erlendar rannsóknir benda þó til að áfram verði umtalsverð þróun á unglingsárum og jafnvel lengur. Fjöldi og lengd efnisþátta í frásögnum eykst jafnt og þétt og sögumenn leggja til ítarlegri bak- grunnsupplýsingar eftir því sem þeir verða eldri. Þeir fjalla einnig meira um tilfinn- ingar sögupersóna, hugarástand og áform (sjá yfirlit í Nippold, 1998, 2004) og notkun sjaldgæfra málfræði- og setningarformgerða eykst (Chomsky, 1969). Allt leiðir þetta til þess að frásagnir og aðrir textar lengjast, hlutfall undirskipaðra aukasetninga hækkar og textasamloðun3 styrkist (sjá yfirlit í Nippold 1998; Scott, 1988, 2004; Verhoeven, o.fl., 2002; Berman og Nir-Sagiv, 2007). Lítið sem ekkert hefur verið birt af niðurstöðum íslenskra rannsókna á málþróun á unglingsárunum, en í þessari grein verður kynnt rannsókn sem ætlað er að auka þekkingu á þessu sviði. Rannsóknin beinist að fjórum aldursflokkum/skólastigum: 11 ára börnum í 5. bekk og 14 ára unglingum í 8. bekk grunnskóla; 17 ára menntskæling- um í lok fyrsta námsárs og fullorðnum (aldur 26–40 ára) sem lokið hafa háskólaprófi. Meginmarkmið hennar er að kanna hvernig – og hversu lengi – málnotkun við gerð tveggja algengra orðræðutegunda, frásagna og álitsgerða, þróast eftir að eiginlegu máltökuskeiði lýkur, bæði í tal- og ritmáli. Íslenska rannsóknin er jafnframt liður í sjö landa samstarfsverkefni, Developing Literacy in Different Languages and Different Contexts, undir stjórn dr. Ruth Berman, prófessors í Tel Aviv háskóla. Rannsóknarsnið var það sama í öllum löndunum og 3 „Með samloðun er átt við það einkenni orðræðu að einingarnar sem hún er gerð úr tengjast hver annarri svo úr verður heild.“ (Þórunn Blöndal, 2005, bls. 62.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.