Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 77
77
GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR
ferlinu, þegar kennd voru orð með einföldum eða tvöföldum samhljóða og aðgreining
þeirra, var einmitt byggt á þessum grunni, að draga sérhljóðin í orðum með einföld-
um innstæðum samhljóða. Í öðru lagi var þess vandlega gætt að um leið og nemand-
inn byrjaði að kveða að (í 5. kennslustund) bæri hann samhljóðin ekki fram ein sér og
sérhljóðið síðan sérstaklega á undan eða á eftir, heldur blönduðust hljóðin eins og í
talmáli og „stafirnir heilsuðust“ svo notað sé „ísakst“ orðalag (Ísak Jónsson, 1958). Í
því skyni kvað kennarinn strax saman að samhljóðum og sérhljóðum, eins og lllááá (en
ekki lll – ááá) og mmmúúú (en ekki mmm – úúú) þá tíma sem hvert atkvæði/orð var
aðeins tvö til þrjú málhljóð, og gerði nemandinn eins. Til að undirstrika þessa blönd-
un hljóðanna renndi kennarinn fingri hratt undir viðkomandi samhljóða og stansaði
ekki fyrr en undir sérhljóðanum sem á eftir kom, um leið og hann kvað að hljóðunum.
Nemandinn gerði svo eins. Þannig voru vinnuvenjurnar við blöndun málhljóðanna
og lesflæði þegar fyrir hendi þegar stöfum/hljóðum fjölgaði í orðum. Þessi undirbún-
ingur kom í veg fyrir að nemandinn læsi með því að hökta eða höggva milli málhljóð-
anna á seinni stigum námsins (sjá einnig Maloney o.fl. 2001). Framvinda kennslunnar
er sýnd á 1., 2. og 3. töflu.
Tafla 1 – 1. stigi: Skynjunar- og verkleiðir.
Málhljóð og bókstafir
1. borð: Heyra málhljóð (sýna)/segja málhljóð (leiða og prófa)
2. borð: Sjá bókstaf, heyra málhljóð (sýna)/segja málhljóð (leiða og prófa)
Aðgreining Sjá nánari umfjöllun í meginmáli
3. borð: Heyra málhljóð (sýna)/benda á bókstaf innan um alla hina 33 stafina (prófa)
4. borð: Benda á bókstaf innan um alla hina stafina (prófa)/segja málhljóð (prófa)
5. borð: Heyra málhljóð (sýna)/skrifa bókstaf (prófa)
14. borð: Færniþjálfun: Hugsa málhljóð/skrifa bókstafi
15. borð: Sjá skrifaða bókstafi/segja skrifaða bókstafi (lesa)
Tafla 2 – 2. stigi: Skynjunar- og verkleiðir.
Atkvæði, einkvæð orð og orðleysur
6. borð: Sjá atkvæði, heyra atkvæði (sýna)/segja atkvæði (leiða og prófa)
7. borð: Sjá atkvæði (sýna)/segja atkvæði (prófa) (lesa)
Aðgreining Sjá nánari umfjöllun í meginmáli
8. borð: Heyra atkvæði (sýna)/skrifa atkvæði (prófa)
14. borð, Færniþjálfun: Hugsa atkvæði, orð/skrifa atkvæði, orð
15. borð: Sjá skrifuð atkvæði og orð/segja skrifuð atkvæði og orð (lesa)
Þegar orð og orðleysur sem nemandinn æfði sig á höfðu lengst og voru orðin tví-
og fleirkvæð var þeim skipt eftir atkvæðum. Nemandinn hafði góða tilfinningu fyrir
atkvæðaskiptingunni og las hann atkvæðin fyrst hægt og renndi sér síðan hratt yfir