Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 78
78
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
allt orðið (hægt/hratt). Til að fyrirbyggja að nemandinn lærði bara setningarnar eða
staðsetningu orðanna utan að var lestur orðanna án samhengis og í ruglaðri röð einnig
prófaður í hverjum tíma (word check) samkvæmt verkleiðinni sjá orð/segja orð (12.
borð og aðgreining).
Tafla 3 – 3. stigi: Skynjunar- og verkleiðir.
Fjölkvæð orð og málsgreinar
9. borð: Sjá orð, heyra orð hægt (sýna)/segja orð hægt, endurtaka orð hratt (prófa)
10. borð: Sjá orð (sýna)/segja orð hægt, endurtaka orð hratt (prófa)
11. borð: Sjá orð eða málsgrein (sýna)/segja orð málsgrein hratt (prófa) (lesa)
12. borð: Sjá stök orð í ruglaðri röð (sýna)/segja stök orð í ruglaðri röð hratt (prófa)
Aðgreining Sjá nánari umfjöllun í meginmáli
13. borð: Heyra orð/málsgrein (sýna)/skrifa orð/setningu (prófa)
14. borð: Færniþjálfun: Hugsa fjölkvæð orð og málsgreinar/skrifa fjölkvæð orð og málsgreinar
15. borð: Sjá skrifuð fjölkvæð orð og málsgreinar/segja skrifuð fjölkvæð orð og málsgreinar (lesa)
Alls voru námsefnisstigarnir þrír, og fjölmörg þrep í hverjum þeirra:
1. stigi; málhljóðin og allir bókstafir hver á eftir öðrum.
2. stigi; atkvæði, og fjöldi einkvæðra orða og orðleysa.
3. stigi; ógrynni fjölkvæðra orða og orðleysa, málsgreina og efnisgreina.
Þegar nemandinn svaraði öllu rétt eftir frumkennsluna og munnlega þjálfun í aðgrein-
ingu og búið var að leiðrétta villur, ef einhverjar voru, var farið beint í tímamældan
PT-æfingasprett áður en byrjað var á nýju atriði í næsta þrepi námsefnisstigans. Skynj-
unar- og verkleið í PT-æfingunum var hugsa málhljóð/skrifa bókstaf eins oft og nem-
andinn gat á einni mínútu. Fast á eftir fylgdi svo tímamældur æfingarsprettur; sjá
skrifaða bókstafi (orð, setningar)/segja málhljóð þeirra, (lesa orð, setningar). Þá fékk
nemandinn eina mínútu til að hljóða (lesa) eins hratt og hann gat það sem hann hafði
sjálfur skrifað. Samkvæmt þessu var tilteknum skynjunar- og verkleiðum beitt í hverj-
um stiga. Kennsla í:
1. stiga fór eftir skynjunar- og verkleiðum á 1., 2., 3., 4., 5., 14. og 15. borði.
2. stiga fór eftir skynjunar- og verkleiðum á 6., 7., 8., 14. og 15. borði.
3. stiga fór eftir skynjunar- og verkleiðum á 9., 10., 11., 12.,13., 14. og 15. borði.
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöðurnar sýna í fyrsta lagi að forspá höfundar stóðst; á einni viku tvöfaldaði
nemandinn leshraða sinn á samfelldum texta í kjölfar DI–PT kennslu og þjálfunar lyk-
ilatriða. Í öðru lagi sýna niðurstöðurnar framvindu og árangur þess að kenna nemanda
með einhverfu að lesa með DI–PT samtengjandi hljóðaaðferð, þ.e. að umskrá bókstafi
og málhljóð og kveða að. Í þriðja lagi sýna þær að nemandinn bætti sig hratt og mikið