Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 170

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 170
170 HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR Tekin voru hálfopin viðtöl með það að markmiði að sjónarmið þátttakenda kæmu eins skýrt fram og kostur væri (Flick, 2002). Að auki var lögð áhersla á frásögn í við- tölunum (Kvale, 1996). Rannsóknin hófst í janúar og lauk í júlí 2006. Þátttakendur voru nemendur í grunn- deild Kennaraháskóla Íslands sem hafa annað móðurmál en íslensku og höfðu dvalið á Íslandi skemur en 15 ár. Áætlaður fjöldi nemenda sem féllu undir þessa skilgrein- ingu í janúar 2006 voru u.þ.b. 40 nemendur, en úr vöndu var að ráða, þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar hjá nemendaskrá um móðurmál nemenda eða uppruna þegar rannsóknin hófst, eingöngu um ríkisfang. Brugðið var á það ráð að leita að nemendum sem uppfylltu eftirtalin skilyrði í nemendalistum og með fyrirspurnum í tölvupósti til nemenda sem ætla mátti, einkum af nöfnum þeirra, að væru af erlendum uppruna. Að því leyti er um markmiðsúrtak að ræða. Af þeim 40 nemendum sem leitað var til svöruðu alls sextán nemendur og samþykktu að taka þátt í rannsókninni. Þar af voru sjö nemendur á leikskólabraut, sjö á grunnskólabraut, einn á þroskaþjálfabraut og einn á kennsluréttindabraut. Hálfopin viðtöl voru tekin við hvern þessara nemanda, 14 á íslensku, 2 á ensku. Einnig voru tekin hálfopin viðtöl við tvo forstöðumenn náms- brauta í grunndeild og tvo námsráðgjafa. Auk spurninga um grunnupplýsingar um nemendur snerust spurningar til nemenda um þá ákvörðun þeirra að hefja nám við KHÍ, móttöku og reynslu af náminu, samskipti við kennara og annað starfsfólk, svo og við samnemendur, um skólabrag og skólamenningu, og loks áform þeirra að námi loknu. Spurningar til forstöðumanna snerust um hvort námið á þeirri braut sem þeir stýrðu hefði tekið breytingum vegna fjölbreyttari nemendahóps, t.d. hvað varðaði kennsluhætti, námsmat og skipulag, hvaða þættir námsins veittust erlendu nemend- unum erfiðastir og hvort þjónusta sem stæði þeim til boða væri fullnægjandi. Þá voru forstöðumennirnir beðnir um að meta stöðu þessara nemenda, lýsa framtíðarsýn sinni á málefni þeirra og svara því hvort breytingar væru fyrirsjáanlegar á námsbrautinni vegna fjölbreyttari nemendahóps. Spurningar til námsráðgjafa snerust um reynslu af samskiptum við nemendur af erlendum uppruna, hvaða þættir í náminu reyndust nemendunum erfiðir og hvort þeir teldu að sú þjónusta sem stæði nemendum til boða væri fullnægjandi. Einnig voru námsráðgjafar beðnir um að lýsa framtíðarsýn sinni í þessum efnum og hvað mætti betur fara í starfi þeirra. Viðtölin voru öll afrituð og þemagreind (Peräkylä, 2005; Silverman 2005, 2006; Wolcott 2001). Hér á eftir er fjallað um helstu þemu sem fram komu í viðtölunum. Reynsla og staða erlendra nemenda við KHÍ Þátttakendur í rannsókninni tala alls tólf móðurmál, þar af þrjú norðurlandamál. Alls hafa þeir færni í fimmtán tungumálum. Þátttakendur eru allir mjög sterkir og hæfir einstaklingar, sem m.a. kemur fram í fjölbreyttri fyrri reynslu þeirra af námi og störf- um, m.a. í listum, skólastarfi, leiðsögumennsku og tungumálakennslu, svo nokkuð sé nefnt. Margir þeirra, eða tíu af sextán, eiga að baki annað háskólanám á Íslandi og er- lendis. Þátttakendur eru allir konur og eiga allir íslenska maka nema tveir. Í heild má segja að í hópnum sé mikinn mannauð að finna og fjölbreytta sýn á menntun og störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.