Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 170
170
HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR
Tekin voru hálfopin viðtöl með það að markmiði að sjónarmið þátttakenda kæmu
eins skýrt fram og kostur væri (Flick, 2002). Að auki var lögð áhersla á frásögn í við-
tölunum (Kvale, 1996).
Rannsóknin hófst í janúar og lauk í júlí 2006. Þátttakendur voru nemendur í grunn-
deild Kennaraháskóla Íslands sem hafa annað móðurmál en íslensku og höfðu dvalið
á Íslandi skemur en 15 ár. Áætlaður fjöldi nemenda sem féllu undir þessa skilgrein-
ingu í janúar 2006 voru u.þ.b. 40 nemendur, en úr vöndu var að ráða, þar sem ekki
lágu fyrir upplýsingar hjá nemendaskrá um móðurmál nemenda eða uppruna þegar
rannsóknin hófst, eingöngu um ríkisfang. Brugðið var á það ráð að leita að nemendum
sem uppfylltu eftirtalin skilyrði í nemendalistum og með fyrirspurnum í tölvupósti til
nemenda sem ætla mátti, einkum af nöfnum þeirra, að væru af erlendum uppruna.
Að því leyti er um markmiðsúrtak að ræða. Af þeim 40 nemendum sem leitað var til
svöruðu alls sextán nemendur og samþykktu að taka þátt í rannsókninni. Þar af voru
sjö nemendur á leikskólabraut, sjö á grunnskólabraut, einn á þroskaþjálfabraut og
einn á kennsluréttindabraut. Hálfopin viðtöl voru tekin við hvern þessara nemanda,
14 á íslensku, 2 á ensku. Einnig voru tekin hálfopin viðtöl við tvo forstöðumenn náms-
brauta í grunndeild og tvo námsráðgjafa. Auk spurninga um grunnupplýsingar um
nemendur snerust spurningar til nemenda um þá ákvörðun þeirra að hefja nám við
KHÍ, móttöku og reynslu af náminu, samskipti við kennara og annað starfsfólk, svo
og við samnemendur, um skólabrag og skólamenningu, og loks áform þeirra að námi
loknu. Spurningar til forstöðumanna snerust um hvort námið á þeirri braut sem þeir
stýrðu hefði tekið breytingum vegna fjölbreyttari nemendahóps, t.d. hvað varðaði
kennsluhætti, námsmat og skipulag, hvaða þættir námsins veittust erlendu nemend-
unum erfiðastir og hvort þjónusta sem stæði þeim til boða væri fullnægjandi. Þá voru
forstöðumennirnir beðnir um að meta stöðu þessara nemenda, lýsa framtíðarsýn sinni
á málefni þeirra og svara því hvort breytingar væru fyrirsjáanlegar á námsbrautinni
vegna fjölbreyttari nemendahóps.
Spurningar til námsráðgjafa snerust um reynslu af samskiptum við nemendur af
erlendum uppruna, hvaða þættir í náminu reyndust nemendunum erfiðir og hvort
þeir teldu að sú þjónusta sem stæði nemendum til boða væri fullnægjandi. Einnig
voru námsráðgjafar beðnir um að lýsa framtíðarsýn sinni í þessum efnum og hvað
mætti betur fara í starfi þeirra.
Viðtölin voru öll afrituð og þemagreind (Peräkylä, 2005; Silverman 2005, 2006;
Wolcott 2001). Hér á eftir er fjallað um helstu þemu sem fram komu í viðtölunum.
Reynsla og staða erlendra nemenda við KHÍ
Þátttakendur í rannsókninni tala alls tólf móðurmál, þar af þrjú norðurlandamál. Alls
hafa þeir færni í fimmtán tungumálum. Þátttakendur eru allir mjög sterkir og hæfir
einstaklingar, sem m.a. kemur fram í fjölbreyttri fyrri reynslu þeirra af námi og störf-
um, m.a. í listum, skólastarfi, leiðsögumennsku og tungumálakennslu, svo nokkuð sé
nefnt. Margir þeirra, eða tíu af sextán, eiga að baki annað háskólanám á Íslandi og er-
lendis. Þátttakendur eru allir konur og eiga allir íslenska maka nema tveir. Í heild má
segja að í hópnum sé mikinn mannauð að finna og fjölbreytta sýn á menntun og störf.