Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 151
151
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
TILVÍSUNARSETNINGAR (mynd 6) voru sömuleiðis tíðari í álitsgerðum en í frásögnum
(F(1,303)=11,797, p<0,01) í öllum aldursflokkum og notkun þeirra fór vaxandi með
ALDRI þátttakenda (F(3,303)=6,097, p<0,01). Marktækur munur reyndist á fullorðnum
(M=11,1%) annars vegar og grunnskólahópunum tveimur hins vegar (11 ára: M=6,3%;
14 ára: M=7,7%).
Mynd 6 – Hlutfall tilvísunarsetninga eftir aldri og textategund.
ATVIKSSETNINGAR (mynd 7) voru líka algengari í álitsgerðum en frásögnum (F(1,
303)=19,171, p<0,01) og ALDUR hafði sömuleiðis marktæk áhrif F(3, 303)=4,578, p<0,01)
en öndvert við aðra undirflokka aukasetninga minnkaði notkun atvikssetninga með
aldri. Post hoc sýndi að fullorðnir notuðu þær marktækt minna en yngsti hópurinn.
Marktæk samvirkni milli ALDURS og TEXTATEGUNDAR (F(3, 303)=5,051, p<0,01) stafar af
því að notkun atvikssetninga minnkar með aldri í álitsgerðum, en í frásögnum eykst
hún milli 11 og 14 ára, áður en aftur dregur úr henni hjá fullorðnum.
Mynd 7 – Hlutfall atvikssetninga eftir aldri og textategund.
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
Álitsgerð
Frásögn
25%
20%
15%
10%
5%
0% 10–11 ára 13–14 ára 16–17 ára Fullorðnir
Aldur
Álitsgerð
Frásögn