Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 156
156
ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA
Mér finnst eftirtektarvert – og um leið hálf sorglegt – að heyra hvern kennarann
á fætur öðrum nota orðið „stagl“ um þennan umfangsmikla þátt í íslensku-
kennslu [þ.e. málfræði og stafsetningu, innskot HR] á unglingastiginu. Á sama
tíma kvarta íslenskukennarar yfir þverrandi lesskilningi hjá nemendum en hann
virðist engu að síður verða undir í samkeppninni við málfræðina um athygli
í kennslunni þótt lesskilningur sé vissulega prófaður í samræmdum prófum
(Rúnar Sigþórsson, 2006, bls. 9).
Nemendur í úrtaki Rúnars taka í sama streng.
Í viðtölum mínum við nemendur í 10. bekk síðastliðið vor þótti mér athyglisvert
að heyra þá lýsa því að kennarar þeirra treystu á að prófin væru þeim nægilegt
aðhald til að vinna vel og standa sig vel í námi og væru þess vegna ekki mikið að
pæla í því að þeir þyrftu að gera greinina og kennsluna áhugaverða í sjálfu sér.
(Rúnar Sigþórsson, 2006, bls. 98).
Af viðtölum Rúnars við kennara og nemendur má semsé ráða að kennsluhættir í efstu
bekkjum íslenskra grunnskóla séu í mörgum tilfellum ekki nægilega vel til þess fallnir
að þroska nemendur í flóknum málflutningi eða lesskilningi. Niðurstöður þessarar
greinar gætu verið vísbending um að þessar áherslur taki sinn toll: íslenskir ungl-
ingar taki ekki þeim framförum í textagerð og tjáningu á síðustu árum grunnskólans
sem búast mætti við og frammistaða erlendra jafnaldra þeirra ber vitni um. Auk þess
er eftirtektarvert hversu lítið er um málfræði-, málfars- og stafsetningarvillur í þess-
um sömu textum8 – sem væntanlega er vísbending um jákvæðan áhrifamátt kennslu-
áherslna í síðustu bekkjum grunnskóla. Færni í að skilja og tjá sig í samfelldri orðræðu
krefst annars konar þjálfunar, sem nemendur hljóta að fara á mis við ef áherslan er
fyrst og fremst á einangruð grunnatriði án samhengis við stærri heildir og áhugaverð
umfjöllunarefni. Fróðlegt væri að rannsaka hverju kennsla sem legði sérstaka áherslu
á þjálfun í þessari færni á unglingsárunum mundi skila.
Í þessu sambandi er ánægjulegt að geta dregið fram aðrar og jákvæðari vísbending-
ar um hugsanleg áhrif mismunandi menningar- og kennsluáherslna í löndunum sjö á
textagerð, því fullorðnu Íslendingarnir sömdu langlengstu og ítarlegustu frásagnirnar
af öllum þjóðunum sjö! Franskir unglingar og fullorðnir semja hins vegar mun lengri
álitsgerðir en íslenskir, sem nærtækt er að setja í samhengi við ríka rökræðu- og heim-
spekihefð í frönskum mennta- og háskólum. Rétt er að minna á að allir fullorðnu þátt-
takendurnir, á Íslandi jafnt og í hinum löndunum, höfðu lokið a.m.k. meistaraprófi
– flestir doktorsprófi. Þeir höfðu því fengið sérstaka þjálfun í lestri og ritun flókinna
texta, rökræðum o.fl. í gegnum háskólamenntun sína, sem hlýtur að efla færni þeirra í
málnotkun af því tagi sem reynir á í þessari rannsókn. Fróðlegt væri að rannsaka sam-
anburðarhóp fullorðinna Íslendinga sem ekki hefði lokið langskólanámi í bóknáms-
greinum til að fá vísbendingar um hver hlutur menntunar er í þróun málnotkunar af
þessu tagi eftir að grunnskólanámi lýkur. En hvað sem samanburði milli landa líður
virðast fyrstu niðurstöður rannsóknar minnar annars vegar og Rúnars hins vegar gefa
8 Óbirtar niðurstöður greiningar á villum í textunum. Grein í vinnslu.