Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 56
56
NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA
Í umræðu um alhliða mat er áhersla lögð á að nemendur séu þátttakendur í mati
á eigin námi. Því var kannað hvort svarendur legðu áherslu á þátttöku nemenda í
námsmati. Einungis 13% svarenda eru sammála því að nemendur séu hafðir með í
ráðum við að ákveða hvaða markmið séu lögð til grundvallar námsmatinu en 61%
ósammála. Eins og sjá má í töflu 3 byggja fáir svarenda námsmatið á sjálfsmati, jafn-
ingjamati og ferilmöppu en þátttakendur voru einnig beðnir um að taka afstöðu til
þriggja staðhæfinga um gagnsemi þessara matsaðferða. Flestir, eða tæp 70% svarenda,
segjast sammála því að sjálfsmat sé gagnleg aðferð við námsmat, rúm 62% eru sam-
mála því að ferilmappa sé gagnleg matsaðferð en heldur færri eru sammála því að
jafningjamat sé gagnleg matsaðferð, eða 39%.
Samræmd próf eru lögð fyrir á yngsta-, mið- og unglingastigi og var því kann-
að hvort kennarar noti gömul samræmd próf við námsmat sitt. Lítill hluti kennara
sagði svo vera. Um þriðjungur svarenda byggir námsmat að nokkru leyti á gömlum
samræmdum prófum en 61% gerir það ekki. Þá voru þátttakendur beðnir að taka
afstöðu til tveggja staðhæfinga um áhrif samræmdra prófa á námsmat kennara og
af niðurstöðum að dæma má ætla að samræmd próf hafi stýrandi áhrif á námsmat
kennara. Meirihluti svarenda (78%) telur að samræmd próf hafi áhrif á það hvaða
matsaðferðir kennarar velja við námsmat og þá telur meirihluti svarenda, eða 81%, að
samræmd próf hafi áhrif á uppbyggingu prófa hjá kennurum.
Endurgjöf og gerð vitnisburðar
Rúmlega helmingur svarenda leggur áherslu á að meta stöðu nemenda í upphafi
skólaársins en 13,6% frekar eða mjög litla áherslu. Kennarar sem kenna bóklegar
námsgreinar leggja áherslu á að meta stöðu nemenda í upphafi skólaársins en síður
þeir sem kenna aðrar námsgreinar en bóklegar, eða 57,3% á móti 40%. Þátttakendur
voru einnig spurðir hversu oft þeir hefðu metið nám nemenda á skólaárinu. Um 40%
svarenda lögðu mat á námið á eins til tveggja mánaða fresti, 15% á tveggja til þriggja
vikna fresti, 14% vikulega en þriðjungur einungis við annarlok.
Þátttakendur voru einnig spurðir hvaða aðferðir væru notaðar til að birta mats-
niðurstöður og við hvað þeir hefðu helst miðað í umsögnum um námsárangurinn.
Flestir svarenda nota tölur (80%) og umsagnir (73%) og rúmlega þriðjungur svarenda
segist veita upplýsingar í formi viðtala. Um fjórðungur notar bókstafi en örfáir gát-
lista. Í umsögnum taka flestir svarenda tillit til þekkingar nemenda á námsefninu, eða
rúm 75%. Tæp 69% taka tilliti til vinnubragða og verkfærni og 65% til virkni nemenda
og þá taka 43% svarenda tillit til heimavinnunnar.
Í könnuninni var ekki spurt út í vægi matsaðferða eða annarra þátta í einkunnagjöf
nemenda heldur var verið að finna út á hvaða matsaðferðum og matsþáttum kennarar
byggja einkunnir nemenda. Niðurstöður sýna að rúmlega helmingur kennara byggir
einkunnir að öllu eða miklu leyti á loka- eða áfangaprófum, en þegar kemur að öðrum
matsaðferðum sýna niðurstöður að þær hafa minni áhrif á einkunnir nemenda (sjá
töflu 4).