Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 167

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 167
167 HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL þjóðlega sýn og þvermenningarlega færni, auk þess sem menningar- og trúarlegur fjölbreytileiki kennara sé líklegur til að gefa slíkri sýn og færni aukið vægi. Rannsóknir Ladson-Billings (2001) á því hverjir sækja í kennaranám í Bandaríkj- unum eru athyglisverðar í þessu samhengi. Hún bendir á að kennaranemar í Banda- ríkjunum séu fyrst og fremst hvítir (86%) en aðrir mælanlegir hópar séu svonefndir afrísk-amerískir (e. African American) (7%) og latneskir (e. Latino) (3%). Að sögn Ladson-Billings eru aðrir hópar vart mælanlegir (hér er t.d. átt við kennaranema af asískum uppruna (e. Asian American) og einstaklinga af ættum frumbyggja (e. Native American). Ladson-Billings bendir einnig á ólíka þróun meðal nemenda annars vegar og kennara hins vegar í Bandaríkjunum; í Bandaríkjunum sé sífellt vaxandi fjölbreyti- leiki í nemendahópum á grunn- og framhaldsskólastigi á meðan þróunin í kennara- hópum sé gagnstæð. Með öðrum orðum, kennarar tilheyri almennt meirihlutamenn- ingunni, séu eintyngdir, hvítir og úr miðstétt, en nemendur á aldrinum fimm til sextán ára í Bandaríkjunum séu hins vegar að stórum hluta tvítyngdir eða fjöltyngdir og til- heyri fleiri en einum menningarheimi. Lítið er um sambærilegar rannsóknir á Íslandi, en áhugavert er að fylgjast með þróun mála í háskólum sem mennta kennara á Íslandi. Nýjar upplýsingar um samsetningu nemendahópsins í Kennaraháskóla Íslands benda til þess að fjölbreytni hvað varðar ríkisfang nemenda í kennaranámi aukist jafnt og þétt (Nemendaskrá KHÍ, tölvupóstur 17. október 2007). Fjöldi og fjölbreytni starfandi kennara á Íslandi hvað varðar uppruna og móðurmál hefur einnig verið athuguð í nýlegri rannsókn (Björk Helle Lassen, 2007). Þó hlutfall kennara og kennaranema af erlendum uppruna af heildarfjölda fari hækkandi, er það þó langt frá því að vera sambærilegt við hlutfall nemenda af erlendum uppruna af heildarfjölda nemenda í mörgum leik- og grunnskólum á Íslandi. Þó ber að hafa í huga að samsetning nem- endahópa hvað þetta varðar er mjög ólík eftir skólum. Merryfield (2001) bendir í grein sinni um kennaramenntun á tímum hnattvæðingar á mikilvægi þess að nemendur læri af þekkingu og reynslu þeirra sem eru í jaðarstöðu í hefðbundinni akademískri þekkingu, m.a. vegna uppruna síns, tungumáls, trúar eða menningar. Slíkt lærdómsferli færir, að mati Merryfield, raddir þeirra sem hafa þurft að þola þöggun vegna jaðarstöðu sinnar í samfélaginu inn í námskrána. Jaðarstaða erlendra nemenda í námi á ýmsum skólastigum er vel þekkt fyrirbæri á Íslandi og í öðrum löndum. Erlendir nemendur eru þá gjarnan flokkaðir á grundvelli skorts frekar en styrkleika og lenda því strax í upphafi í jaðarstöðu í skólakerfinu, sem síðan reynist erfitt að komast út úr (Hanna Ragnarsdóttir, 2007). Ryan og Hellmundt (2005) benda á mikilvægi þess að virða þann grunn sem hver nemandi kemur með inn í nám sitt og byggja á honum. Erlendir nemendur, ekki síður en aðrir, þurfi að geta tengt nám sitt fyrri reynslu og þekkingu. Mikilvægt sé að kennarar styðji nemendur í því að virkja sína fyrri þekkingu og aðlaga hana náminu, frekar en að ætlast til þess að þeir byrji frá grunni og afneiti þeirri reynslu og þekkingu sem þeir búa yfir. Þróun háskólanáms í fjölmenningarsamfélögum krefst þess að námskrár séu lag- aðar að sífellt fjölbreyttari nemendahóp, en þær munu um leið uppfylla víðtækari félagsleg og efnahagsleg markmið (Leask, 2005; Ronayne, 2000). Sharma (2004) bendir á vandann sem felst í því að breyta námskrám þannig að þær henti fjölbreyttari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.