Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 164
164
HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR
frelsi, hreyfanleika nemenda og starfsfólks, jöfnum tækifærum og lýðræði og fleiri
þáttum. Einn liður í þróun hins samevrópska háskólasvæðis er yfirlýsing um að há-
skólamenntun skuli gegna lykilhlutverki í að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Einnig
koma þar fram væntingar um að nemendur sem hefja, taka þátt í og ljúka háskólanámi
endurspegli fjölbreytileika samfélaganna. Loks hefur verið bent á að gott aðgengi að
háskólum sé ekki nægilegt, heldur verði háskólarnir að geta komið til móts við ólíkar
þarfir þeirra sem þar stunda nám. Áhersla á hlutverk háskóla í því að draga úr sam-
félagslegum ójöfnuði kom m.a. skýrt fram á ráðherrafundi um Bologna-ferlið í maí
2007 (London Communiqué, 2007).
Ef gengið er út frá því að eitt af meginhlutverkum háskóla sé að draga úr sam-
félagslegum ójöfnuði, bæði hvað varðar aðgengi að þeim og innra starf, er næsta skref
að huga að því hvaða leiðir séu færar og á hvaða hugmyndafræðilegum grunni eigi að
byggja slíkt háskólastarf. Hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar hefur þró-
ast sem andsvar við samfélagslegum ójöfnuði og felur m.a. í sér viðleitni til að koma
í veg fyrir jaðarstöðu minnihlutahópa og virkja alla nemendur til þátttöku. Parekh
(2006), sem fjallað hefur um þróun fjölmenningarlegra samfélaga og rætt æskilega
pólitíska formgerð þeirra, nefnir að eitt af skilyrðum þess að jafnvægi, stöðugleiki,
samheldni og virkni náist í fjölmenningarsamfélagi sé fjölmenningarleg menntun á
öllum skólastigum. Hann leggur ríka áherslu á að virkja þurfi einstaklinga fjölmenn-
ingarsamfélaga og að móta þurfi nýja sameiginlega sjálfsmynd samfélaganna sem allir
þegnar þeirra eigi aðild að. Mótun slíkrar sjálfsmyndar fer ekki síst fram í menntakerf-
inu að sögn Parekh.
Fjölmenningarleg menntun
Töluvert hefur verið skrifað um fjölmenningarlega menntun undanfarna áratugi. Hafa
þar fjölmargir fræðimenn lagt hönd á plóg, en hér er sérstök athygli vakin á skrifum
tveggja fræðimanna, Banks og Nieto. Banks (2005) leggur áherslu á að fjölmenningarleg
menntun sé a.m.k. þrennt; hugmynd eða hugtak, umbótahreyfing í menntun og ferli.
Fjölmenningarleg menntun felur, að mati Banks, í sér þá hugmynd að allir nemendur –
óháð kyni þeirra, stétt, menningu og uppruna – eigi að hafa jöfn tækifæri til menntunar.
Banks bendir einnig í þessu samhengi á þá staðreynd að sumir hópar nemenda búi við
betri aðstæður til náms í skólum en aðrir, sem t.d. hafa önnur menningarleg einkenni.
Algengt sé að skólastarf sé miðað við þarfir meirihlutahóps eða -hópa samfélagsins. Sé
reynsla, menning og saga annarra menningar-, tungumála- eða trúarhópa hunsuð hafi
það neikvæð áhrif á alla nemendur, viðhaldi mismunun og komi í veg fyrir að þekking,
sjónarhorn og viðmið annarra hópa séu virt og viðurkennd.
En huga þarf að fleiri þáttum. Nieto (1999) bendir á að skortur á væntingum til
nemenda af erlendum uppruna í hverju samfélagi sé í raun stærsta hindrunin á vegi
þeirra til velgengni. Gildi þess að hafa trú á getu nemenda og að gera kröfur til þeirra
er því mikilvægt í þessu samhengi. Hún tekur einnig fram að eitt sé að vera umburð-
arlyndur og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda en annað að gera ekki þær kröfur
til allra nemenda að þeir geri sitt allra besta.