Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 176
176
HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR
umburðarlyndi er gagnvart þeim sem skera sig úr, hvort sem það er vegna uppruna,
tungumáls, fötlunar, kynhneigðar eða aldurs. Þetta kemur ekki síst fram í samvinnu
og hópastarfi. Af því má álykta að til að jafna stöðu ólíkra nemendahópa við skól-
ann þurfi að endurskipuleggja samvinnu og hópastarf í því skyni að koma í veg fyrir
útilokun og einangrun (Dunn og Carroll, 2005; McLean og Ransom, 2005). Mikilvæg-
ur þáttur náms í KHÍ er að öðlast færni í samskiptum. Með því að vinna alltaf með
sömu einstaklingunum fara nemendur á mis við mikilvæga þjálfun í samskiptafærni.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur einnig fram að mannauð og hæfileika í svo
fjölbreyttum nemendahóp mætti nýta mun betur (Ryan og Hellmundt, 2005). Aðrir
nemendur virðast ekki hafa áhuga á því sem erlendu nemendurnir hafa til málanna
að leggja, né á fyrri reynslu þeirra. Hin fjölmörgu tungumál sem nemendurnir í rann-
sókninni hafa á valdi sínu virðast lítils metin í nemenda- og kennarahópnum, og frek-
ar virðist horft á veikleika nemendanna en styrkleika. Mannauðurinn sem felst í marg-
víslegri og dýrmætri reynslu og þekkingu þessa fjölbreytta hóps virðist frekar gera þá
utanveltu en að veita þeim sterka stöðu (Merryfield, 2001). Þessi staða er mjög lík því
sem rannsóknir hafa sýnt að blasi við í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins, þ.e.
að erlendir nemendur eru gjarnan flokkaðir á grundvelli skorts frekar en styrkleika og
lenda því strax í upphafi í jaðarstöðu í skólakerfinu, sem síðan reynist erfitt að kom-
ast úr (Hanna Ragnarsdóttir, 2007). Í þessu samhengi er mikilvægt að skoða hvern-
ig skólasamfélagið skipar fólki í hópa, flokkar það og setur á það merkimiða. Þessi
flokkun hefur síðan áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins. Í rannsókninni kemur hjá sum-
um þátttakendum fram brotin sjálfsmynd, þar sem þeir upplifa sig utanveltu og van-
metna sem einstaklinga (Ryan, 2005). Af þessu má álykta að þörf sé á eflingu, styðja
þurfi erlenda nemendur í að koma auga á og viðurkenna eigin hæfileika, auk þess
sem vinna þurfi að því að skapa skólamenningu sem lítur fjölbreytileikann jákvæðum
augum. Taylor (2000) hefur einnig bent á að leggja þurfi áherslu á virka þátttöku allra
nemenda innan háskólanna í mótun sameiginlegrar stofnanamenningar. Með öðrum
orðum, aðgengi á jafnréttisgrundvelli er mikilvægt, en ekki nægilegt. Gæta þarf þess
að taka nemendur ekki inn á röngum forsendum og skilaboð fyrir og í upphafi náms
þurfa að vera skýr (Ryan, 2005). Nemendur þurfa að vita hvaða lágmarksskilyrði þarf
til að geta stundað nám í íslenskum háskóla og hvaða tungumálakunnáttu er krafist.
Eins og Nieto (1999) bendir á er mikilvægt að námskröfur til minnihlutahópa séu ekki
minni en kröfur til annarra nemendahópa. Hún leggur áherslu á að mismunun felist
í því að slaka á kröfum til tiltekinna nemendahópa. Af niðurstöðum rannsóknarinnar
að dæma virðist ekki vera fullt samræmi milli þeirra skilyrða sem sett eru við inntöku
og þess veruleika sem fram kemur í náminu. Nemendur bera vissulega ábyrgð, en það
að þeir skuli upplifa ósigra í námi vegna rangra eða misvísandi skilaboða í upphafi
ber ekki merki um gott upplýsingastreymi eða skipulag.
Gundara (2000) bendir á mikilvægi þess að þróun náms í háskólum taki mið af
breyttum samfélagsaðstæðum. Það á líka við um háskóla á Íslandi. Eins og Cordeiro
o.fl. (2003) hafa bent á er einnig mikilvægt að háskólar skapi umræðu og leitist við
að efla skilning nemenda á fjölbreytileika menningar, ólíkum tungumálum og mál-
efnum sem tengjast hnattvæðingu. Að þeirra mati þurfa kennarar í kennaraháskólum