Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 19

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 19
MAR ÍA STE INGR ÍMSDÓTT I R 19 kemur inn allt í einu til að tala við bekkinn,“ sagði Inga. Flestir töldu að þeir hefðu nú meiri yfirsýn yfir bekkinn en væru ekki lengur bara með hugann við einn eða fáa nemendur í einu. Guðrún tók svo til orða: „Ég var bara eins og dönsku hestarnir með leppana, maður sá ekkert til hliðanna.“ Sjálfsöryggi þeirra jókst einnig um leið og þeir náðu betur utan um hlutina. Viðmælendur töluðu um að þessi fyrsti vetur hefði kennt þeim töluvert um eigin persónu og þeir hefðu þurft að temja sér ómælda þolinmæði og tillitssemi. Anna orð- aði það svo: … maður hefur náttúrulega lært alveg heilmikið, kannski mest inn á sjálfan sig. Maður hefur þurft að vinna með þolinmæðina og maður hefur þurft að sýna öðrum, bæði nemendum og samstarfsfólki, virðingu. Nýliðunum fannst að þennan fyrsta vetur hefðu þeir þroskast persónulega sem og faglega og flestir þeirra töluðu um að það hefði ýmislegt komið þeim á óvart í fari þeirra sjálfra sem þeir vissu ekki að þeir ættu til. Þannig sagði Guðrún: „Ég vissi ekki að ég gæti verið svona ákveðin, bara hafði ekki hugmynd um það.“ Allir voru sammála um að tilfinningalegri líðan þeirra mætti líkja við ólgusjó. Stundum hefði verið ládautt og þeim liðið vel í starfinu en svo komu stundir þar sem þeim leið alls ekki vel og íhuguðu jafnvel að hætta. Þegar þeir litu til baka voru þeir allir sammála um að haustið hefði verið þeim mjög erfiður tími. Eftir kvíða og spennu fyrstu starfsdagana tók við tími sem viðmælendur lýstu allir sem tímabili mikils óör- yggis og virtist það vera óháð því hvort þeir höfðu fengið leiðsagnarkennara eða ekki. (Tekið skal fram að ekki fengu allir viðmælendur leiðsagnarkennara þetta fyrsta starfsár). Halla lýsti þessum tíma svo: Haustið, það var náttúrulega svona mikill kvíði og svo þegar maður komst yfir mesta kvíðann, þegar maður var búinn að hitta börnin og foreldrana, þá tók við visst óöryggi. Maður vissi ekki alltaf til hvers var ætlast og svo kom þetta: „Er ég að gera þetta nógu vel?“ Í viðtalinu í janúar kom fram að á tímabilinu fram að áramótum hafði helmingur nýju kennaranna íhugað að hætta að kenna en enginn gerði alvöru úr því. Mismunandi ástæður lágu að baki þessum hugleiðingum og nefndu viðmælendur þætti eins og að starfið hefði reynst erfiðara og umfangsmeira en þeir áttu von á. Einn nefndi að sér hefðu fallist hendur þegar hann átti að kenna námsefni sem hann þekkti ekkert og fannst hann ekki kunna neitt í. Annar nefndi að hann hefði verið „hrikalega leiður á samstarfskennara“ sínum og enn aðrir nefndu að það hefði verið mjög slæm reynsla að finnast þeir vera einir á báti án þess að nokkur skipti sér af þeim. Þegar leið að jólum sögðust allir hafa verið orðnir ótrúlega þreyttir og þráð frí. „Svona seinni hluta nóvember fer að koma svona svakaleg þreyta í mig og ég alveg punkteruð og farin að þrá að komast í frí,“ sagði Freyja. Jafnframt sögðust þeir hafa komið hressir til vinnu eftir jólin og ekki fundið fyrir öðru en tilhlökkun að byrja aftur eftir fríið. Þeir sögðust hafa verið mun öruggari með sig og allt hefði gengið mun betur eftir áramót og töldu jafnframt að á tímanum frá áramótum og fram undir vor hefðu orðið mestar framfarir hjá þeim í kennslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.