Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 73

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 73
73 GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR opinber færnimið og aðferðir við lestrarkennslu. Sagt verður frá hvernig nemand- anum hefur farnast og hnykkt á nauðsyn þess að þeir sem kenna börnum að lesa birti niðurstöður sínar. Framvindan og námsaukinn verða þannig tengd tilteknum færni- miðum og kennsluaðferðinni sem lykilbreytu, eins og nauðsynlegt er eigi að fást svar því hvaða aðferðir gagnast best til að kenna lestur. Gögnin sem sýnd verða voru valin í ljósi þessa. AÐFERÐ Nemandinn Nemandinn var hraustlegur 8 ára strákur í 3. bekk grunnskóla þegar kennslan hófst. Leshraði hans hafði þá ekki verið mældur og skólaeinkunn í lestri var þar af leiðandi ekki fyrir hendi. Árið 2002, þegar nemandinn var sex ára, var leitað með hann til Greiningarstöðvar ríkisins vegna þess hve hann sýndi litlar framfarir í tali og bland- aði lítið geði við aðra. Samkvæmt greiningu taldist hann hafa málþroska þriggja ára barns. Það er í samræmi við málþroskatölu hans á TOLD 2P málþroskaprófi sem mældist seinna sama ár vera 50. Fyrri hluta árs 2004, þegar nemandinn var á áttunda ári, mældist málþroskatala hans, svo dæmi sé tekið, vera 66 á TOLD 2P, sem segja má að hafi verið málþroski barns sem er um 4½ árs gamalt. Þegar höfundur (verður í greininni einnig nefndur kennarinn) hitti nemandann fyrst, í janúar 2005, sýndi hann ýmis einkenni einhverfu, eins og dæmigert handablak og lélegt augnsamband. Hann talaði ekki að fyrra bragði við kennarann og ef hann svaraði spurningum var það með já eða nei, og svo lágt að varla heyrðist. Oftast var þó eins og hann heyrði ekki. Nokkuð var um söngl og óskiljanlegt síbyljutal (ekki bergmæli), sem einnig var viðbrögð hans við ávarpi kennarans, en því var þó yfirleitt „svarað“ með þögn (kjörþögli). Nemandinn reri fram í gráðið, hafði stegld hugðarefni og setti námsgögnin upp í sig. Þegar á leið og hann fór að tjá sig meira vildi hann þrástagast á sömu spurningunum. Hins vegar var líkamsburður nemandans góður. Hann hljóp, hjólaði og stundaði fimleika. Sama var að segja um fínhreyfingar. Þær voru nákvæmar og fumlausar, hann var verklaginn og rithönd falleg. Í janúar 2007 var nemandinn greindur með dæmigerða einhverfu. Stöðukönnun Daginn áður en kennslan hófst var lesfærni og hljóðgreining nemandans könnuð. Sá tími var allur tekinn upp á segulband. Niðurstaða þessarar stöðukönnunar var að nemandinn þekkti ekki alla stafina eða málhljóðin sem svöruðu til þeirra og greindi illa milli þeirra. Hann virtist hljóðvilltur og var ólæs. Það sem hann sagði var auk þess óskýrt og skildist illa, m.a. vegna þess að mörg hljóð í mæltu máli hans voru röng. Í könnuninni var f yfirgnæfandi í framstöðu þeirra orða sem byrjuðu á samhljóði. Þegar kennslan var hafin fór nemandinn að tala meira og kom þá betur í ljós að hann greindi ekki milli málhljóðanna f og þ í tali sínu. Einnig vantaði oft hljóð í orð, þeim var ofaukið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.