Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 134
134
HVAÐ SEGJA TE IKN INGAR BARNA UM HUGMYNDIR ÞE I RRA UM L ÍKAMANN S INN?
stundum ekki og eru dæmi í rannsókninni um hvort tveggja. Kennari bekkjarins lagði
sig fram um að taka mið af hugmyndum barnanna við skipulagningu kennslunnar og
leitaðist við að bæta við þekkingu þeirra og skilning á mannslíkamanum með því að
nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og einnig með því að fjalla um efnið á einfaldan hátt í
byrjun en síðan á ítarlegri og flóknari hátt, sbr. hugmyndir Burner um spíral-námskrá,
þar sem námsefni á að vera þannig skipulagt að í byrjun er efnið kynnt á einfaldan
hátt en síðan smám saman farið út í flóknari og dýpri þætti.
Kennslubókin Komdu og skoðaðu líkamann hafði greinilega mikil áhrif á teikning-
ar barnanna þar sem þau virtust hafa tilhneigingu til að herma eftir teikningunum í
bókinni. Að minnsta kosti höfðu mörg þeirra teikningar bókarinnar greinilega í huga
þegar þau teiknuðu sínar eigin hugmyndir. Í raun kemur á óvart hversu mikil áhrif
myndir kennslubókarinnar virtust hafa á teikningar barnanna. Þau teiknuðu matinn í
heilu lagi í maganum, jafnvel þó þau vissu betur. Þau teiknuðu hjartað tvískipt, blátt
og rautt og V-laga eins og sýnt er í bókinni, jafnvel þó þau vissu að hjartað liti ekki
þannig út í raun og veru. Þau teiknuðu vöðva á upphandleggi eins og mynd í bókinni
sýnir og mörg þeirra teiknuðu heilann með heilastofni til hliðar alveg eins og myndin
í bókinni sýnir.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að félagsleg samskipti nemenda skipti
miklu máli, hvort sem þeir taka sjálfir þátt í umræðum eða hlusta á umræður þar sem
fram koma hugmyndir og skoðanir sem passa eða stangast á við þeirra eigin hug-
myndir. Svo virðist sem umræður og skoðanaskipti hafi ekki síður skipt máli fyrir
börnin í hópi 3, hæglátu börnin, því jafnvel þó þau hafi ekki tjáð sig munnlega um hug-
myndir sínar og tekið þátt í umræðum hafa þau flest, a.m.k. samkvæmt teikningum
sínum, verið virkir hlustendur og tekið vel eftir því sem fyrir augu og eyru bar. Þarna
skipti umræðu- og spurnaraðferðin sem kennsluaðferð máli en einnig hafa fjölbreytt-
ar kennsluaðferðirnar haft sitt að segja, svo sem verklegar æfingar og sýnikennsla þar
sem umræður og útskýringar kennara fara fram jafnhliða. Einnig hefur námsefnið
áhrif, eins og áður hefur verið rætt. Eins og myndir 14, 15 og 16 sýna eru framfarirnar
mismiklar eftir hópum. Á mynd 16 sést vel að mjög virku börnin koma öðru vísi út en
hæglátu eða nokkuð virku börnin. Upphafsstaða mjög virku barnanna er hærri en hinna
sem þýðir að þau vissu meira fyrir kennsluna en hin börnin en kennslan virðist ekki
hafa þau áhrif að þau bæti miklu við sig. Hæglátu börnin koma alls ekki illa út í sam-
anburði við hina hópana og það er að minnsta kosti alveg ljóst að hæglátu börnin læra
síst minna en hin. Þó upphafsstaða þeirra sé aðeins lægri bæta þau sig svo mikið að
þau ná hinum og meira til. Ein skýring á þessum mun er að kennsluaðferðirnar og
efnið hafi hugsanlega höfðað minna til mjög virku nemendanna en hinna. Upphafs-
þekking þeirra var meiri og þess vegna hefðu þessir nemendur e.t.v. þurft annars kon-
ar og einstaklingsmiðaðri kennslu sem kæmi betur til móts við hugmyndir þeirra og
reynslu. Önnur skýring gæti verið að virkni þeirra hindraði nám, en það er atriði sem
ekki er skoðað í þessari rannsókn. Samkvæmt teikningunum virðast kennsluaðferð-
irnar sem notaðar voru hafa höfðað nokkuð vel til virku og hæglátu barnanna því þau
bæta við þekkingu sína. Í ljósi þessa má álykta að hæglátu börnin hafi frekar en þau
virku getað nýtt þær kennsluaðferðir sem notaðar voru og þannig aukið hæfni sína til