Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 132
132
HVAÐ SEGJA TE IKN INGAR BARNA UM HUGMYNDIR ÞE I RRA UM L ÍKAMANN S INN?
líffæra-kvarðanum. Hann er hins vegar á þrepi 7 á báðum teikningum af líffærunum.
Niðurstöður viðtala og greinandi verkefna sýna að þau þekkja útlit, staðsetningu og
hlutverk helstu líffæra en ekkert umfram það, eins og ástæða hefði þó verið til að ætla
samkvæmt umræðum í bekk og þátttökuathugunum.
Drengur (barn 5) sem tilheyrir þessum hópi sker sig nokkuð úr þar sem hann býr
yfir mikilli þekkingu á líkamanum, byggingu hans og hlutverki og starfsemi líffær-
anna. Hann kom yfirleitt með svör við flestum spurningum og veit mikið um heilann,
starfsemi hans og hlutverk. Hann var sá nemandi sem nefndi fyrst mörg lykilhugtök,
svo sem: „líffæri, liðamót, mjaðmagrind og litli heili“, og hann var eina barnið sem
sagði að við yxum vegna þess að „frumurnar skiptu sér“. Hins vegar sýndu teikningar
hans að hann virtist ekki bæta við sig hugmyndum og þekkingu, er á þrepi 6 á báðum
teikningum af beinum en færir sig reyndar upp um eitt þrep á líffæra-kvarðanum og
fer á þrep 7 þar sem hann teiknar eitt líffærakerfi, meltingarfærin, og sýnir tengingar.
Þegar teikningar barnanna í þessum þremur hópum, fyrir og eftir kennslu, eru
bornar saman kemur í ljós að hugmyndir mjög virku barnanna breytast ekki eins og
hinna og það er marktækur munur þarna á F(2,12)=7.1, p<0.01. Mjög virku börnin sýna
annað mynstur en hinir hóparnir tveir (sjá mynd 16). Þó upphafsþekking mjög virku
barnanna sé meiri (hærra skor á kvarðanum) eru framfarirnar ekki eins miklar og hjá
hinum hópunum. Niðurstöður sýna að mjög virku börnin læra ekki meira en þau sem
taka ekki jafn virkan þátt í umræðum og í gögnunum eru sterkar vísbendingar um að
hæglátu börnin læri meira en þau virku.
Til að sýna betur þennan mun á upphafsstöðu og framförum hópanna þriggja eru
niðurstöður settar fram á mynd 16.
Mynd 16 – Niðurstöður teikninga barnanna fyrir og eftir kennslu um líffæri og bein.
Fyrir Eftir
8
7
6
5
4
3
2
1
0
St
ig
á
b
re
yt
tu
m
R
/T
k
va
rð
a,
lí
ffæ
ri
7
6
5
4
3
2
1
0
St
ig
á
b
re
yt
tu
m
R
/T
k
va
rð
a,
b
ei
n
Líffæri Hæglát börn
Líffæri Nokkuð virk börn
Líffæri Mjög virk börn
Bein Hæglát börn
Bein Nokkuð virk börn
Bein Mjög virk börn