Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 47

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 47
47 ERNA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR meta stöðu og framfarir nemenda og hvernig þeir nýta upplýsingar úr niðurstöðum námsmatsins og miðla þeim. Í þessari grein verður rætt um markmið, matsaðferðir og niðurstöður námsmats. Skýrt er frá aðferðum, gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum og að lokum er umræða um niðurstöður. Námsmat í skólastarfi. Markmið og námsmatsaðferðir Markmiðum í námskrám er ætlað að lýsa þeim námsárangri sem að er stefnt í formi nemendaverkefna sem unnt er að skoða og mæla. Algengt er að setja þau fram sem lýsingu á þeirri kunnáttu og færni sem gert er ráð fyrir að nemendur öðlist með nám- inu (Airasian, 2000; Andri Ísaksson, 1983; Gronlund og Linn, 2000). Áherslur kennara geta verið fjölbreyttar en það bendir til þess að meta verði ýmsa þætti námsins, þekk- ingu, skilning, leikni, framfarir og áhuga nemenda og gefa þeim vægi í samræmi við áherslur í náminu, þ.e. að kennarar ákveði áður en nemendur takast á við tiltekin við- fangsefni hvaða kunnáttu og færni þeir eiga að tileinka sér í náminu. Í rannsókninni sem hér er greint frá var gert ráð fyrir að þarfir nemenda væru ólíkar og leitað var svara við því hvað kennarar hefðu að leiðarljósi við skipulagningu náms- matsins. Í meginatriðum var stuðst við markmiðsflokka Stiggins og Conklin (Stiggins, 2001, 2005) sem þau telja að höfði til kennara, þ.e. markmið sem geta komið að notum við að skipuleggja námsmat. Markmiðsflokkarnir eru: • Þekking (knowledge). Markmiðið er að nemendur hafi á valdi sínu bæði þekkingu og skilning á inntaki efnisins. • Rökhugsun (reasoning). Markmiðið er að nemendur hafi á valdi sínu að nota þekkingu og skilning til að búa til nýjar hugmyndir, tillögur eða lausnir, þ.e. að rökstyðja eða leysa þrautir (problem solving). • Verkfærni (performance skills). Markmiðið er að nemendur geti náð valdi á til- tekinni færni, t.d. lesið upphátt eða talað annað tungumál (geti beitt þekkingu sinni). • Afrakstur (product). Markmiðið er að nemendur geti tekið þátt í skapandi við- fangsefnum, t.d. gert tilraunir eða búið til myndverk. • Hátterni (disposition). Markmiðið er að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda, áhuga þeirra og að hvetja þá til að takast á við námið (Stiggins 2001, bls. 66). Ef á að meta hæfileika nemenda til að skrifa, afrakstur eða hæfni þeirra til að vinna með öðrum er nauðsynlegt að leggja áherslu á fjölbreyttar námsmatsaðferðir (Anderson, 2003; Gronlund, 2003; Khattri og Sweet, 1996; Stiggins, 2001). Stiggins og Conklin (1992) álíta að kennarar hneigist til að velja ávallt sömu matsaðferð og nýti sjaldnast nýjar matsaðferðir og séu í raun mótfallnir því. Samkvæmt rannsókn Stiggins og Conklin (1992) byggist námsmat kennara helst á skriflegum prófum eða verkbundnu mati (frammistöðumati). Þau segja að á eldri stigum verði áherslan meiri á hlutlæg próf en þeir sem kenna aðrar námsgreinar, eins og íþróttir, myndmennt eða heimilis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.