Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 97
97
BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R
áhættuþátta og finna leiðir sem stuðla að því að fólk geti notað hæfileika sína (Sigrún
Sveinbjörnsdóttir, 2003a).
Í nánasta umhverfi barns eru það fyrst og fremst foreldrar og fjölskylda sem skipta
mestu máli í lífi þess en einnig hefur samneyti við aðra fullorðna, einkum kennara,
og jafnaldra mikil áhrif (Eggen og Kauchak, 2001). Það getur haft varanleg áhrif á
tilfinningalíf barna hvernig foreldrar koma fram við þau í uppvextinum, hvort for-
eldrarnir beita börnin hörðum aga eða sýna þeim nærgætni og hlýju (Goleman, 2000).
Þeir þættir sem eru taldir áhættusamir innan fjölskyldunnar eru m.a.: Lítið eftirlit og
aðhald foreldra, deilur innan fjölskyldunnar, saga um hegðunarvandamál innan fjöl-
skyldunnar, viðhorf foreldra til þess að láta vandræðahegðun viðgangast og að lokum
bágur fjárhagur og léleg húsakynni fjölskyldunnar sem valda streitu foreldra og gerir
þeim erfiðara um vik að sinna foreldrahlutverkinu (Beinart o.fl., 2002).
Rannsóknir hafa leitt líkum að því að vissir uppeldishættir foreldra skapi heilbrigð-
ari persónulega þróun hjá börnum en aðrir og geti haft áhrif á líðan barna og ungl-
inga og er kenning Baumrind þar vel þekkt (Baumrind, 1971, 1973 og 1987, hér tekið
eftir Baumrind 1991). Baumrind (1991) rannsakaði hvernig uppeldishættir foreldra
tengdust ýmsum þroskaþáttum barnanna og skipti foreldrum í fjóra flokka eftir því
hvaða uppeldishættir einkenndu þá. Þessir flokkar eru: Leiðandi foreldrar (authorita-
tive), skipandi foreldrar (authoritarian), eftirlátir foreldrar (permissive) og afskiptalausir
foreldrar (rejective–neglective). Leiðandi foreldrar eru ákveðnir en hlýir. Þeir útskýra
ástæður fyrir reglum, eru samkvæmir sjálfum sér og hafa miklar væntingar til barna
sinna. Skipandi foreldrar eru streitusæknir, fjarlægir, útskýra ekki reglur og hvetja
ekki til munnlegra samskipta þar sem þarf að gefa og þiggja. Eftirlátir foreldrar gefa
börnum sínum algjört frelsi. Þeir hafa takmarkaðar væntingar og gera litlar kröfur
til barna sinna. Afskiptalausir foreldrar sýna lítinn áhuga á lífi barna sinna og hafa
litlar væntingar til þeirra (Baumrind, 1991; Eggen 2001). Leiðandi foreldrar virðast
ná bestum árangri í að efla heilbrigða persónulega þróun hjá börnum sínum. Börn
þurfa þá áskorun, formgerð og stuðning í lífinu sem leiðandi foreldrar veita (Eggen,
2001). Foreldri sem hlúir að og hvetur til sjálfstæðis og hlutdeildar barns síns og hefur
skýrar reglur og væntingar heima jafnt sem heiman stuðlar að heilbrigðum skilningi á
sjálfsstjórn og samkeppni hjá barninu (Grolnick, Kurowski og Gurland, 1999; Wentzel,
1999).
Niðurstöður íslenskrar langtímarannsóknar á tengslum uppeldishátta og sjálfsálits
14 og 21 árs gamalla einstaklinga (þeirra sömu með sjö ára millibili) benda til langvar-
andi áhrifa uppeldishátta. Þar kemur í ljós að uppeldishættir unglinganna við 14 ára
aldur tengdust enn sjálfsáliti þeirra sjö árum síðar. Þeir 14 ára unglingar sem töldu for-
eldra sína viðurkenna hugmyndir sínar, skoðanir og tilfinningar og hvetja sig til að tjá
þær höfðu meira sjálfsálit en unglingar sem töldu foreldra sína ekki gera það (Sigrún
Aðalbjarnardóttir og Kristín Lilja Garðarsdóttir, 2004). Enn fremur kemur fram í rann-
sókn sem gerð var á tóbaksreykingum meðal reykvískra unglinga á árunum 1994–
1996 að unglingar leiðandi foreldra virðast nokkuð vel verndaðir gegn þeirri áhættu
að byrja að reykja í samanburði við unglinga foreldra sem eru skipandi, eftirlátir eða
afskiptalausir (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson, 1998).