Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 96

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 96
96 VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU? virt sé sú meginregla að foreldrar beri ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska og að veita skuli þeim viðeigandi aðstoð til að rækja uppeldisskyldur sínar. Umræða í fjölmiðlum og meðal almennings og fagfólks á sviði mennta- og uppeld- ismála hefur á undanförnum árum endurspeglað áhyggjur af aukinni hegðunarröskun hjá börnum og agaleysi í þjóðfélaginu og virðist þróunin hér á landi sambærileg því sem gerist annars staðar í heiminum (Berg-Kelly, 1999; Eckersley, 1997; Helga Kristín Einarsdóttir, 2006; Unnur H. Jóhannsdóttir, 2006). Þeir sem vinna störf sem tengjast fjölskyldum og börnum telja sig einnig merkja að andfélagsleg hegðun hafi aukist meðal barna og unglinga og að visst öryggisleysi ríki meðal foreldra um uppeldismál. Yngstu nemendur grunnskólans eru taldir erfiðari nú en áður en hegðunarvandkvæði eru yfirleitt talin erfiðust og mest truflandi á miðstigi (Inga Mjöll Harðardóttir og Ingi Viðar Árnason, 2001; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006; Steinunn Þorsteinsdóttir, 2003). Mismunandi kenningar eru uppi um það hvernig börn þroskast og dafna. Vist- kerfisnálgun Bronfenbrenner er ein þeirra, en hún gerir ráð fyrir því að barn þroskist vegna áhrifa líffræðilegra erfðaþátta, fyrir tilstuðlan þátta í nánasta umhverfi þess, fyrir áhrif samfélagsins sem það býr í og vegna áhrifa menningarinnar í heild. Þannig eigi sér stað gagnvirkni milli innri og ytri þátta í lífi og umhverfi barns. Kenningin er sett fram á myndrænan hátt sem hringur sem umlykur annan hring og svo koll af kolli, samanlagt fjórir hringir sem eru í félagslegu samhengi en ekki í tómarúmi hver fyrir sig. Innsti hringurinn táknar barnið sem líffræðilegan einstakling. Hringurinn utan um barnið táknar þætti í nánasta umhverfi þess, þ.e. foreldra, heimili, leikföng, leiksvæði, vini og kennara. Hringurinn utan um nánasta umhverfið er samfélagslegt og fjárhagslegt umhverfi og síðasti hringurinn er menningin sem umlykur allt (Bron- fenbrenner, 1979 og 1986). Í ljósi þessara kenninga Bronfenbrenner (1979 og 1986), þar sem gert er ráð fyrir gagnvirkni, hefur á seinni árum verið rætt um að hver einstaklingur búi annars vegar við vernd og hins vegar við áhættu og að þessa þætti megi finna hjá einstaklingnum sjálfum, í nánasta umhverfi hans, svo sem innan fjölskyldunnar, í umhverfi sem er honum aðeins fjær, t.d. í skólanum og hjá félögunum, en einnig í umhverfi sem er enn fjær, þ.e. í samfélaginu eða menningunni. Það sem ræður úrslitum um hvernig einstaklingnum vegnar fer eftir því hvor vogarskálin er þyngri, sú sem geymir sam- anlagða áhættuþætti eða sú sem geymir samanlagða verndarþætti (Sigrún Svein- björnsdóttir, 2003b). Verndandi þættir eru ekki bara andstæða áhættuþátta heldur eru það þættir sem draga börn frá áhættunni við annars fjandsamlegar aðstæður. Rann- sóknir hafa sýnt að sumir þættir sem vernda börn sem alast upp við erfiðar aðstæður eru persónulegir eiginleikar þeirra. Aðra verndandi þætti geta fjölskylda, vinir, skóli og samfélagið í heild orkað á. Þessir þættir eru m.a.: Að styrkja samfélagsleg bönd, að framfylgja skýrum væntingum og reglum, gefa börnum og ungmennum möguleika á að leggja sitt af mörkum til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, fjölskyldunni og skólanum, kenna samskiptahæfni og samvinnu og veita viðurkenningu og hól fyrir jákvæða hegðun (Beinart, Andersen, Lee og Utting, 2002). Ef varpað er ljósi á verndar- og áhættuþætti er líklegra að hægt sé að finna leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.