Hugur - 01.06.2011, Síða 45
Náttúran, raunin og veran
43
ekki trúnni á „frumlægan samhljóm“. Öllu heldur felur hún, eins og önnur trú,
í sér áhættusama afstöðu sem kenna má við trúarstökk að hætti Kierkegaards.
Spurningunni um það, hvort sú regla sem við finnum í veruleikanum reynist rétt
eða röng, verður ekki svarað fyrr en upp er staðið, þegar allt kemur til alls. Þangað
til verður veruleikinn alltaf öðrum þræði „merkingarlaus óreiða og mergð“. Og
á meðan málin standa þannig er okkur nauðugur einn kostur, í það minnsta ef
við viljum haga okkur í anda skynseminnar, að sætta okkur við þetta flókna sam-
spil reglu og óreiðu. Þannig reynist sú afstaða sem lesa má út úr „Hugleiðingum
við Öskju", og raunar fjölmörgum öðrum verkum Páls, fela í sér upphafningu,
í þeim skilningi þess orðs sem kenna ber við Hegel, á þeirri einfeldningslegu
hughyggju sem Zizek eignar Páli (ranglega) og þeirri máttlitlu óreiðuhyggju sem
Zizek aðhyllist sjálfur. Fyrir mitt leyti fæ ég ekki betur séð en að þrátt fyrir allar
okkar hugmyndir, hugtakakerfi og heilaköst búi veruleikinn yfir ákveðinni reglu,
en einnig óreiðu og margræðni, og það er líka eins gott, þvf að þar sem óreiðan er,
þar vex sköpunin líka. Og frelsunin. Að minnsta kosti þangað til tjáningarþörf-
inni verður fullnægt.20
Heimildir
Andri Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason. 2007. Inngangur. Slavoj Zizek,
Oraplágan. Þýð. Haukur Már Helgason. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
9-34-
Freud, Sigmund. 2002. Handan vellíðunarlögmálsins. Ritgerðir. Þýð. Sigurjón Björns-
son. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 85-127.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir. 2010. Háleit fegurð: Fegurðarhugtakið í femínískum og
fyrirbærafræðilegum skilningi. Hugur 22,71-84.
Hegel, G.W.F. 1969. Wissenschaft der Logik I (Werke in zwanzig Bánden, 5. bindi).
Frankfurt: Suhrkamp.
Hegel, G.W.F. 1970. Vorlesungen uberÁsthetik I (Werke in zwanzig Bánden, 13. bindi).
Frankfurt: Suhrkamp.
Heidegger, Martin. 2011. Hvað er frumspeki? Þýð. Magnús Diðrik Baldursson. Hugur
23,109-120.
Hölderlin, Friedrich. 2011. Patmos. http://hor.de/gedichte/friedrich_hoelderlin/
patmos.htm.
Merleau-Ponty, Maurice. 2008. Formáli að Fyrirbœrafrceði skynjunarinnar. Þýð. Jón
Laxdal Halldórsson, Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson. Hugur 20,113-226.
Páll Skúlason. 1995. Hugleiðingar við Öskju: Um samband manns og náttúru. ískjáli
heimspekinnar. Reykjavík: Háskóli Islands og Háskólaútgáfan, 10-21.
Páll Skúlason. 1998. Umhverfng: Um siðfræði umhverfis og náttúru. Reykjavík: Háskóli
Islands - Háskólaútgáfan.
Páll Skúlason. 2005. Hugleiðingar við Öskju: Um samband manns og náttúru. Reykjavík:
_ Háskólaútgáfan.
Zizek, Slavoj. 2007. Óraplágan. Þýð. Haukur Már Helgason. Reykjavík: Hið íslenska
_ bókmenntafélag.
Zizek, Slavoj, 2008. In defense of lost causes. London og New York: Verso.
20 Greinin er byggð á samnefndu erindi sem flutt var í málstofunni „Náttúra" á Hugvísindaþingi við
Háskóla íslands 26. mars 2011.