Hugur - 01.06.2011, Page 51
Að skoða náttúru til að skoða náttúru
49
skiptagildi. Greinarmunurinn á notagildi (e. use value) og skiptagildi (e. exchange
value) liggur svo sem í orðanna hljóðan. Hann snýst um það að notagildi hlut-
ar fehst í því sem hann er brúklegur til á meðan skiptagildi hans felst í öðrum
hlutum sem hægt er að fá fyrir hann. Karl Marx gerir þennan greinarmun að
umtalsefni en hann má þó rekja aftur til Aristótelesar. Gildi peninga felst fyrst og
fremst, ef ekki eingöngu, í skiptagildinu. Jafnvel þótt þeir séu í sumum tilvikum
eitthvað sem hefur notagildi til að byrja með nær skiptagildið að þenja sig út þar
til það hefur vaxið notagildinu langt yfir höfuð. Eg get notað 5000-króna seðil
sem minnisblað eða til að snýta mér á, en þetta notagildi hans er mjög takmarkað
í samanburði við skiptagildi hans. Ég get keypt miklu fleiri og betri minnismiða
og vasaklúta fyrir seðilinn. Og þegar um rafræna peninga er að ræða er varla um
nokkurt notagildi að ræða.
Þetta skiptagildi peninga er vel hægt að útskýra með samkomulagskenningum
eins og þeim sem ég nefndi. Peningar hafa þá þetta skiptagildi sitt í krafti sam-
komulagsins sem við höfum gert um að taka þá gilda sem gjaldmiðil fyrir vörur
og þjónustu. Þeir eru einhvers konar verkfæri; eitthvað sem er ekki metið vegna
sjálfs sín heldur vegna þess sem hægt er að öðlast með því. En málið er flóknara
en þetta. Reynslan sýnir nefnilega að við virðumst eigna peningum talsvert gildi
umfram það sem útskýrt verður sem skiptagildi eða notagildi. Þetta getur gilt um
reynslu úr daglega lífinu — öll þekkjum við jú dæmi um fólk sem heldur áfram að
safna peningum, og helgar jafnvel líf sitt þeirri söfnun, löngu eftir að það hefur
eignast alla þá peninga sem mögulega gætu gagnast því í skiptum til að eignast
þá hluti sem það gæti girnst. En þetta gildir ekki síður ef við skoðum niðurstöður
úr rannsóknum á hegðun fólks og afstöðu til peninga og annarra ijármálatengdra
fyrirbæra, bæði í sálfræði og í félagsfræði. Rannsóknir á reglum, yfirleitt óskráð-
um, um hvenær eða undir hvaða kringumstæðum peningar séu viðeigandi sem
gjöf benda til þess að peningar skipi einhvern sérstakan sess í hugum okkar og séu
ekki eins og hvert annað verkfæri. Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á hegðun
fólks þegar það eignast peninga sem benda til þess að við höfum tilhneigingu til
að ofmeta gildi þeirra. Þannig virðist fólk gleðjast meira yfir því að eignast pen-
inga en skiptagildi upphæðarinnar sem það eignast gefur tilefni til. Þarna er eins
og peningar hafi eitthvert gildi í sjálfum sér, að við metum þá að einhverju leyti
vegna þeirra sjálfra en ekki bara vegna þess sem við getum fengið fyrir þá. Og
síðast en ekki síst hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á heilastarfsemi sem benda
til þess að við hugsum um, eða upplifúm, peninga eins og eitthvað sem hefur gildi
í sjálfu sér en ekki bara gildi vegna einhvers annars sem það getur fært okkur.6
Ef mark er takandi á reynslunni í þessum efnum eignum við sem sagt pen-
ingum eitthvert gildi sem hvorki er notagildi né skiptagildi. Þetta er vandamál
fyrir samkomulagskenningar því þær ganga í raun út á skiptagildið. Kenningarnar
ganga út á að lýsa peningum þannig að við (sem samfélag) veitum þeim tiltekið
gildi til að nota þá í skiptum fyrir aðra hluti. Auk þess blasir það við að þetta
umframgildi sem við eignum peningum er ekki hluti af því samkomulagi sem
6 Sjá Lea og Webley 2006 og Kasser og Sheldon 2009.