Hugur - 01.06.2011, Page 51

Hugur - 01.06.2011, Page 51
Að skoða náttúru til að skoða náttúru 49 skiptagildi. Greinarmunurinn á notagildi (e. use value) og skiptagildi (e. exchange value) liggur svo sem í orðanna hljóðan. Hann snýst um það að notagildi hlut- ar fehst í því sem hann er brúklegur til á meðan skiptagildi hans felst í öðrum hlutum sem hægt er að fá fyrir hann. Karl Marx gerir þennan greinarmun að umtalsefni en hann má þó rekja aftur til Aristótelesar. Gildi peninga felst fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, í skiptagildinu. Jafnvel þótt þeir séu í sumum tilvikum eitthvað sem hefur notagildi til að byrja með nær skiptagildið að þenja sig út þar til það hefur vaxið notagildinu langt yfir höfuð. Eg get notað 5000-króna seðil sem minnisblað eða til að snýta mér á, en þetta notagildi hans er mjög takmarkað í samanburði við skiptagildi hans. Ég get keypt miklu fleiri og betri minnismiða og vasaklúta fyrir seðilinn. Og þegar um rafræna peninga er að ræða er varla um nokkurt notagildi að ræða. Þetta skiptagildi peninga er vel hægt að útskýra með samkomulagskenningum eins og þeim sem ég nefndi. Peningar hafa þá þetta skiptagildi sitt í krafti sam- komulagsins sem við höfum gert um að taka þá gilda sem gjaldmiðil fyrir vörur og þjónustu. Þeir eru einhvers konar verkfæri; eitthvað sem er ekki metið vegna sjálfs sín heldur vegna þess sem hægt er að öðlast með því. En málið er flóknara en þetta. Reynslan sýnir nefnilega að við virðumst eigna peningum talsvert gildi umfram það sem útskýrt verður sem skiptagildi eða notagildi. Þetta getur gilt um reynslu úr daglega lífinu — öll þekkjum við jú dæmi um fólk sem heldur áfram að safna peningum, og helgar jafnvel líf sitt þeirri söfnun, löngu eftir að það hefur eignast alla þá peninga sem mögulega gætu gagnast því í skiptum til að eignast þá hluti sem það gæti girnst. En þetta gildir ekki síður ef við skoðum niðurstöður úr rannsóknum á hegðun fólks og afstöðu til peninga og annarra ijármálatengdra fyrirbæra, bæði í sálfræði og í félagsfræði. Rannsóknir á reglum, yfirleitt óskráð- um, um hvenær eða undir hvaða kringumstæðum peningar séu viðeigandi sem gjöf benda til þess að peningar skipi einhvern sérstakan sess í hugum okkar og séu ekki eins og hvert annað verkfæri. Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á hegðun fólks þegar það eignast peninga sem benda til þess að við höfum tilhneigingu til að ofmeta gildi þeirra. Þannig virðist fólk gleðjast meira yfir því að eignast pen- inga en skiptagildi upphæðarinnar sem það eignast gefur tilefni til. Þarna er eins og peningar hafi eitthvert gildi í sjálfum sér, að við metum þá að einhverju leyti vegna þeirra sjálfra en ekki bara vegna þess sem við getum fengið fyrir þá. Og síðast en ekki síst hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á heilastarfsemi sem benda til þess að við hugsum um, eða upplifúm, peninga eins og eitthvað sem hefur gildi í sjálfu sér en ekki bara gildi vegna einhvers annars sem það getur fært okkur.6 Ef mark er takandi á reynslunni í þessum efnum eignum við sem sagt pen- ingum eitthvert gildi sem hvorki er notagildi né skiptagildi. Þetta er vandamál fyrir samkomulagskenningar því þær ganga í raun út á skiptagildið. Kenningarnar ganga út á að lýsa peningum þannig að við (sem samfélag) veitum þeim tiltekið gildi til að nota þá í skiptum fyrir aðra hluti. Auk þess blasir það við að þetta umframgildi sem við eignum peningum er ekki hluti af því samkomulagi sem 6 Sjá Lea og Webley 2006 og Kasser og Sheldon 2009.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.