Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 53

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 53
Að skoða náttúru til að skoða náttúru 5i uninni.9 En með hvaða hætti eru þeir háðir skynjun? Þetta er spurning sem er mikilvæg þegar kemur að því að lýsa eðli eiginleikanna. Um fyrsta stigs eiginleik- ana má setja fram ýmsar spurningar og ein þeirra er sú sem köiluð hefur verið spurning Molyneux. Hún er kennd við William Molyneux sem sendi hana til Locke undir lok 17. aldar. Locke ijallar svo um spurninguna í 2. útgáfu Ritgerð- ar um mannlega skilningsgáfu.10 Molyneux spurði hvort maður sem fæðst hefði blindur en fengi skyndilega sjónina myndi geta greint muninn á kúlu og ten- ingi sem lægju fyrir framan hann án þess að nota snertiskynið. Þessa spurningu má túlka á ýmsa vegu. Molyneux gæti hafa verið að setja fram hreina empíríska spurningu um það hvernig sjónskynið verkaði hjá þeim sem skyndilega fá sjón- ina. En það að hann skuli hafa sent spurninguna til heimspekings gefur til kynna að hann hafi hugsað sér hana sem heimspekilega spurningu. Reyndar skiptir svo sem ekki öllu máli hvernig Molyneux hugsaði sér spurninguna eða eftir hvers konar svari hann var að fiska, heldur er aðalatriðið það að spurningin hefur orðið ýmsum heimspekingum hugleikin og það má svo sannarlega finna út frá henni ýmis verðug umhugsunarefni. Spurning Molyneux getur til dæmis snúist um hugtökin sem við höfum um lögun: Er hugtak okkar yfir sýnilegan tening hið sama og hugtakið yfir snertan- legan tening? Og spurningin getur verið verufræðileg: Eru sýnileg teningslögun og snertanleg teningslögun einn og sami eiginleikinn eða eru þetta tveir mismun- andi eiginleikar?11 Þær vísindarannsóknir sem vert er að líta til í þessu sambandi eru ýmiss konar sálfræðirannsóknir á skynjun fólks. Hvað varðar annars stigs eiginleikana er um að ræða ótal rannsóknir á skynjun, til dæmis á litum. Rannsóknir tengdar rúm- eiginleikum eru þó ekki síður áhugaverðar, sérstaklega þær sem varða samspil margra skynfæra, eða það sem kallað er crossmodal eða multisensory á ensku. Ef við höldum oldcur við rannsóknir á sambandi sjón- og snertiskyns, sem er jú það sem beinast liggur við að ætla að tengist spurningu Molyneux, má til að mynda nefna rannsóknir þar sem sjón og snertiskyn eru borin saman með tilliti til þess að þekkja hluti eftir að þeim hefur verið snúið, heilarannsóknir sem bera saman það ferli sem á sér stað við snertingu og ferlið sem tengist sjónskynjun, samanburð á því þegar fólk sér og snertir þrívíð form og því þegar það lætur sjón og snertingu vinna saman og samanburðarrannsókn á því hve vel fólk man lögun hluta eftir því hvort það hefur séð þá eða snert.12 Hér spyrjum við aftur: Hvernig geta þessar reynslubundnu rannsóknir sagt okkur eitthvað um tilvist og eðli eiginleikanna? 9 Margir hafa haldið þessu fram en eitt dæmi af fjölmörgum er McDowelI 1985. 10 Locke 1690/1975: II, ix, 8. 11 Umræðu um túlkunarmöguleika á spurningu Molyneux má m.a. finna í Hopkins 2005 og MacDonald 2004. 12 Sjá Cattaneo og Vecchi 2008, Lacey, Campbell og Sathian 2007, Pettypiece, Goodale og Culham 2010, Phillips, Egan og Perry 2009 og Volcic 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.