Hugur - 01.06.2011, Page 79
Leiðin að œðstu náttúru
77
> \
1. sldl.yröi
t k
2. sldlyrði
3. slciljTÖi
t \
4. skiljTÓi
4■ skilyrði: Þroskaferli manneskju hefst á neðsta stiginu ogfer svo ígegnum hvert stig
1 re'ttri röð (pannig er hvert stig nauðsynlegtfyrir stigið á eftir).
Það er ekki þroski að fara tilviljanakennt frá stigi til stigs eða samkvæmt vali, eins
°g þegar maður tínir ávexti af tré. Dæmi um þroskaferli er frekar að læra að lesa
en þar hljóta fyrst að koma stafir, svo orð og loks setningar.
5- skilyrði: Þegar manneskjaferist á nýttproskastig,pá bæði hefur hún sigyfir og varð-
veitirpað sem hún náði tökum á á lægriproskastigum.
Hærra þroskastig færir manni meiri hæfni eða breiðari sýn og gefur fjarlægð á
það sem maður aðhafðist á fyrri þroskastigum. Samtímis býr maður enn yfir þeim
kostum sem tilheyra lægri þroskastigum, þótt maður kunni að meta þá minna en
áður. Að þessu leyti er villandi að tala um „ástarstiga", því það gefur til kynna að
þrepin séu bara tæki sem skilin séu eftir. Betri líldng fyrir þroska eru hringir sem
umlykja hver annan. Lægsta þroskastigið er þá innsti hringurinn og hvert aukið
þroskastig bætir einhverju við en innifelur jafnframt þroskastigin á undan. Sem
dæmi getum við aftur nýtt okkur það þroskaferli að læra að lesa. Sá sem náð hefur
tökum á að lesa setningar hefur ekki kastað frá sér stöfunum og gleymt þeim,
heldur er þekking á þeim innifalin í færninni að geta lesið setningarnar.
Þá höfum við öll skilyrðin fimm fyrir því að einhver lýsing teljist þroskamódel:
(i) það þarf að vera hvöt til einhvers betra, (2) skilgreind þroskastig þurfa að vera
fleiri en eitt og (3) þau mynda stigveldi, (4) þroskaferli manneskju hefst neðst og
fer í gegnum stigin í réttri röð, og (5) þegar manneskja færist á nýtt þroskastig nær
hún tökum á einhverju nýju en varðveitir jafnframt lærdóm fyrri þroskastiga.