Hugur - 01.06.2011, Page 111
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 109-120
Martin Heidegger
Hvað er frumspeki?
Tileinkað Hans Carossa sjötugum
„Hvað er frumspeki?" - Spurningin vekur þá væntingu að rætt verði um frum-
spekina. Við látum það ógert. Þess í stað veltum við fyrir okkur einni tiltekinni
frumspekilegri spurningu. Þannig látum við okkur, að því er virðist, berast beint
inn í frumspekina. Aðeins á þennan hátt gefum við henni tækifæri til að kynna
sig.
Við byrjum á því að setja fram frumspekilega spurningu, leitumst því næst við
að útfæra spurninguna og endum á því að svara henni.
Framsetningfrumspekilegrar spurningar
Heimspekin er - séð frá sjónarhóli heilbrigðrar skynsemi -, eins og Hegel segir,
„öfúgsnúinn heimur“. Af þessum sökum þurfum við að gera nokkra grein fyrir
sérkennilegu upphafi fyrirlestrarins. Greinargerðin er sprottin af tvíþættu eðh
frumspekilegra spurninga.
Annars vegar tekur sérhver frumspekileg spurning alltaf til heildar hins frum-
spekilega vanda. Hún er ávallt sjálf heildin. Hins vegar er aðeins hægt að spyrja
frumspekilegrar spurningar með þeim hætti að spyrjandinn - sem slíkur - sé
með í spurningunni, þ.e. sé sjálfur settur í spurn. I þessu er fólgin vísbending:
Frumspekilegrar spurningar verður að spyrja í heild og út frá þeirri stöðu sem
er tilveru spyrjandans eðlislæg. Við spyrjum, hér og nú, fyrir okkur sjálf. Tilvera
okkar - í samfélagi vísindamanna, kennara og nemenda - er ákvörðuð af vísind-
unum. Hvað er eiginlega að gerast með okkur í grunni tilverunnar þegar vísindin
eru orðin oldcur að ástríðu?
Svið vísindanna eru kyrfilega aðskilin. Þau taka með gjörólíkum hætti á við-
fangsefnum sínum. Þessum sundurleita fjölda vísindagreina er nú á tímum aðeins
haldið saman með tæknilegu skipulagi háskóla og deilda ásamt hagnýtum mark-
miðum greinanna. Aftur á móti hafa vísindin misst eðlislæga rótfestu sína.
Og þó - í öllum vísindum beinum við athöfnum okkar, í samræmi við ásetning