Hugur - 01.06.2011, Page 135
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 133-155
Ritdómar
í álögum náttúrublindunnar
Ólafur Páll Jónsson: Náttúra, vald og
verðmœti. Hið íslenska bókmenntafélag,
2007. 201 bls.
Arið 2007, á sama tíma og Hálslón var að
fyllast af vatni, kom út bókin Náttúra,
vald ogverðmæti eftir Ólaf Pál Jónsson, en
bókin var skrifuð í skugga Kárahnjúka-
deilunnar, eða í ljósi hennar, eftir því
hvernig á það er litið. Kárahnjúkadeilan
varpaði vissulega skugga á íslenskt mann-
líf, talað var um að þjóðin væri klofin, og
hvergi var hægt að gæða sér á kaffibolla án
þess að deilan mikla léti á sér kræla. En
deilan varpaði líka ljósi á þær grundvall-
arspurningar um náttúru, vald og verð-
mæti sem þjóðin þurfti að kljást við,
spurningar sem gleymdust í öllu óða-
gotinu sem framkvæmdin einkenndist af.
Náttúra, vald og verðmæti var kærkomið
innlegg í umræðuna, sem sárlega þurfti á
því að halda að komast upp úr hjólförum
þrætunnar og yfir á svið málefnalegrar
rökræðu. En Hálslón var óðum að fyllast
og því má segja að þrætan hafi verið leidd
til lykta með valdi áður en rökræðan náði
að festa sig almennilega í sessi. I stað þess
að taka þessar grundvallarspurningar til
náinnar skoðunar áður en farið var út í
stærstu framkvæmd Islandssögunnar var í
raun vaðið áfram án þess að almennileg
rök- og samræða ætti sér stað um öll þau
gildi sem íslensk náttúra hefur og um það
hver þeirra skipta okkur mestu máli.
Nú, fjórum árum síðar, stöndum við
Islendingar enn frammi fyrir þessum
erfiðu spurningum um náttúru, vald og
verðmæti, og á næstu misserum reynir á
það hvort við getum náð fram sátt um
náttúruna og við hana. Nú reynir á hvort
við dettum aftur í sama hjólfar þrætunn-
ar eða höfum þolinmæði til þess að ræða
málin af dýpt, alvöru og virðingu fyrir
hvert öðru og náttúrunni. Bók Ólafs Páls
á því jafnmikið og jafnvel meira erindi
til okkar í dag og hún gerði árið 2007. Á
þessum árum sem liðið hafa hefur margt
breyst í íslensku samfélagi; það má segja
að grundvöllur ríkjandi gildismats þjóð-
arinnar hafi hrunið og því hefur þörfin
fyrir gagngera endurskoðun á gildismati
látið mjög á sér kræla undanfarin misseri.
Við erum stödd í tilraunaeldhúsi þar sem
við byggjum okkur nýjar undirstöður fyrir
framtíðina. Vandinn er sá að undirstöð-
urnar hlaðast upp hvort sem við tökum
meðvitaðar ákvarðanir um hverjar þær
eiga að vera eða ekki. Lífið heldur áfram
hvernig sem við högum endurskoðun
okkar á grundvallargildum — hvort sem
við þrætum um þau á hlaupum eða tök-
um okkur tíma í að ræða saman af virð-
ingu og þroska.
Spurningin um náttúruna og verðmæti
hennar er mest knýjandi spurning sam-
tímans. Á Islandi höfum við á valdi okkar
núna að hefja nýtingu á allri virkjanlegri
orku landsins. Hvernig við beitum þessu