Hugur - 01.06.2011, Page 135

Hugur - 01.06.2011, Page 135
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 133-155 Ritdómar í álögum náttúrublindunnar Ólafur Páll Jónsson: Náttúra, vald og verðmœti. Hið íslenska bókmenntafélag, 2007. 201 bls. Arið 2007, á sama tíma og Hálslón var að fyllast af vatni, kom út bókin Náttúra, vald ogverðmæti eftir Ólaf Pál Jónsson, en bókin var skrifuð í skugga Kárahnjúka- deilunnar, eða í ljósi hennar, eftir því hvernig á það er litið. Kárahnjúkadeilan varpaði vissulega skugga á íslenskt mann- líf, talað var um að þjóðin væri klofin, og hvergi var hægt að gæða sér á kaffibolla án þess að deilan mikla léti á sér kræla. En deilan varpaði líka ljósi á þær grundvall- arspurningar um náttúru, vald og verð- mæti sem þjóðin þurfti að kljást við, spurningar sem gleymdust í öllu óða- gotinu sem framkvæmdin einkenndist af. Náttúra, vald og verðmæti var kærkomið innlegg í umræðuna, sem sárlega þurfti á því að halda að komast upp úr hjólförum þrætunnar og yfir á svið málefnalegrar rökræðu. En Hálslón var óðum að fyllast og því má segja að þrætan hafi verið leidd til lykta með valdi áður en rökræðan náði að festa sig almennilega í sessi. I stað þess að taka þessar grundvallarspurningar til náinnar skoðunar áður en farið var út í stærstu framkvæmd Islandssögunnar var í raun vaðið áfram án þess að almennileg rök- og samræða ætti sér stað um öll þau gildi sem íslensk náttúra hefur og um það hver þeirra skipta okkur mestu máli. Nú, fjórum árum síðar, stöndum við Islendingar enn frammi fyrir þessum erfiðu spurningum um náttúru, vald og verðmæti, og á næstu misserum reynir á það hvort við getum náð fram sátt um náttúruna og við hana. Nú reynir á hvort við dettum aftur í sama hjólfar þrætunn- ar eða höfum þolinmæði til þess að ræða málin af dýpt, alvöru og virðingu fyrir hvert öðru og náttúrunni. Bók Ólafs Páls á því jafnmikið og jafnvel meira erindi til okkar í dag og hún gerði árið 2007. Á þessum árum sem liðið hafa hefur margt breyst í íslensku samfélagi; það má segja að grundvöllur ríkjandi gildismats þjóð- arinnar hafi hrunið og því hefur þörfin fyrir gagngera endurskoðun á gildismati látið mjög á sér kræla undanfarin misseri. Við erum stödd í tilraunaeldhúsi þar sem við byggjum okkur nýjar undirstöður fyrir framtíðina. Vandinn er sá að undirstöð- urnar hlaðast upp hvort sem við tökum meðvitaðar ákvarðanir um hverjar þær eiga að vera eða ekki. Lífið heldur áfram hvernig sem við högum endurskoðun okkar á grundvallargildum — hvort sem við þrætum um þau á hlaupum eða tök- um okkur tíma í að ræða saman af virð- ingu og þroska. Spurningin um náttúruna og verðmæti hennar er mest knýjandi spurning sam- tímans. Á Islandi höfum við á valdi okkar núna að hefja nýtingu á allri virkjanlegri orku landsins. Hvernig við beitum þessu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.