Hugur - 01.06.2011, Side 144

Hugur - 01.06.2011, Side 144
142 Ritdómar ein út frá því efni sem þær taka fyrir. Það sem helst situr eftir eru áleitnar spurning- ar Schott um hversu stórt og mikilvægt hlutverk nauðganir og niðurbrot á konum hafa leikið gegnum söguna. Onnur spurn- ing sem áhugavert væri að takast á við er hvort sú staðreynd að konum hefur verið markvisst nauðgað í margar aldir bendi ekki til þess að það muni taka óratíma að má raunverulega út ummerki þess úr samfélagslegri meðvitund kvenna. Ahrif samfélagsins á okkur sem einstaklinga eru líklega miklu meiri og rótgrón- ari en við gerum okkur grein fyrir. Enn eiga kenningar Beauvoir við um það að hinu karllæga er hampað á kostnað hins kvenlæga og öfugt sem minnir á að það þarf að halda áfram að vinna með þessar kenningar til að við náum mögulega ein- hvern tímann því jafnvægi sem Kierke- gaard talar um að sé svo mikilvægt til að við verðum hamingjusöm. Slíkt jafnvægi er milli þeirra gilda sem við teljum hluta af hinu líkamlega og hefur verið tengt hinu kvenlega og þeirra gilda sem við teljum vera hluta hins andlega og um leið því sem hefur í hefðinni verið tengt hinu karllega. Þetta tvennt þarf að fá að spila saman, annars vegar innan hvers ein- staklings og hins vegar innan samfélags- ins. Grein Sigríðar minnir einnig á það hversu margt er hægt að finna í ritum og kenningum Nietzsches og að við þurfum ekki að staðnæmast við það sem hæst hef- ur farið hjá femínistum sem er að benda á alla þá staði sem hægt er að nota til að sýna fram á að hann sé karlremba. Líklega eru flestir sammála um það að heimspeki Nietzsches er gegnsýrð af tvíræðni og hér bendir Sigríður, eins og fleiri hafa gert, á þá einföldu staðreynd að hún hlýtur þá líka að vera það þegar kemur að kenning- um hans og fullyrðingum um konur. Ég tel tvímælalaust að þetta verk eigi erindi við öll þau sem fást við femínísk fræði þó að það sé innan annarra fræði- greina en heimspeki. Ekki síður tel ég verkið veita góða innsýn í fræðin fyrir þau sem vilja kynna sér hvernig femínismi og femínísk greining virkar. Raunar tel ég ákaflega mikilvægt að þau sem fást við heimspeki kynni sér femínísk fræði með opnum huga því þau opna nýjar leiðir að gamalgrónum kenningum og vekja upp nýjar spurningar hjá lesandanum. Þegar ég fór fyrst að kynna mér femínísk fræði hljómaði stöðugt í huga mér þessi runa frá femíníska guðfræðingnum Rosemary Radford Ruether um það sem femínist- ar þurfa að gera: að gagnrýna (hefðina), endurheimta (sögur og skrif kvenna) og endurskapa} Þannig má sjá kenningar hefðarinnar í nýju og margræðara ljósi. Höfundar bókarinnar Fæðing, dauði og kvenleiki. Heimspeki holdsins leggja til að hugtökin tvíræðni og mótsögn séu dregin fram þar sem engin ein leið dugi til að skoða hugmyndir um fæðingu og dauða. Þetta á raunar við alla heimspeki, öll fræði, að mikilvægt er að skoða og setja fram kenningar með opnum huga til að fræðin fái að vaxa og dafna. Femínísk fræði eru nauðsynleg fyrir þær sakir hversu karllæg heimspeldn hefur verið gegnum aldirnar, af þeirri einfoldu ástæðu að karlar hafa skrifað meginpart kenninganna (og skrif kvenna hafa verið þögguð niður). Síðustu ár hefur mér sýnst að það sé ekki það eina sem femínisminn bætir við. Með því að lesa heimspekina á nýjan hátt og út frá nýju sjónarhorni, hvert svo sem það er (t.d. út frá sjónarhorni kvenna, samkyn- hneigðra eða kúgaðra minnihlutahópa) munu fræðin síður staðna. Okkur ber að taka vel á móti verkum sem þessu sem opnar nýja sýn á gamlar hugmyndir. Helst vildi ég sjá texta þessara heimspek- inga ásamt öðru nýju sem heimspekin býður upp á lesna í skyldunámskeiðum við heimspekideildir háskóla landsins. Ef einungis er einblínt á að kenna hina stóru heimspekinga (sem að sjálfsögðu er mikilvægt) án þess að kynna markvisst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.