Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 8
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
rosalegar sem þær væru; ég mundi um leið gerast óhæfur til að andmæla þrásetu er-
lendra herja í föðurlandi mín sjálfs. Ég mundi einnig missa allan rétt til að lýsa ógeði
mínu á hernaðarárásum Bretlands og Frakklands á Egyptaland, sem alt ber uppá sama
daginn.“ Hættumar af Ungverjalandsatburðunum, fyrir utan sjálft ástandið þar í landi,
eru framar öllu sú hatursbylgja sem út af þeim rís, sú skipting heimsins að nýju í tvær
fjandsamlegar fylkingar sem hlýtur, að minnsta kosti um tíma, að tefja fyrir öllum sam-
komulagsárangri og gera alla árekstra annars staðar miklu eldfimari og hættulegri.
Hve þungt sem mönnuin er í skapi út af þessum atburðum er þó engum málum, sem
þjóðunum mega vera til farsældar, bjargað með því að vilja nota þessi harmatíðindi til
þess að endurvekja hatur og kalt stríð í heiminum. Menn geta fordæmt aðgerðir rússa í
Ungverjalandi, hver og einn eftir sinni samvizku eða þekkingu á málavöxtum. Vinir Sov-
étríkjanna, sem tekið hafa tryggð við þau vegna þess að þau eru fyrsta ríki sósíalism-
ans á jörðu eða af því að þau hrundu með herstyrk sínum og fómarvilja veldi fasismans,
geta engu síður sagt þeim til syndanna og stjómendur þeirra haft gott af. En þrátt fyrir
allt þetta: Sovétríkin eru staðreynd í heiminum. Þau eru eftir sem áður eitt sterkasta
framvinduaflið í samfélagi þjóðanna, og þó að stjórnendum auðvaldsríkja detti ef til vill
í hug að þau geti einangrað ])au eða fundið tilefni til að fara í styrjöld við þau, þá er
allt þetta ekki lausn á neinu máli og getur ekki haft nema tjón fyrir alla í för með sér.
Hversu sem menn velta þessum rnálum fyrir sér, ef þeir vilja halda hugsun og dóm-
greind, er niðurstaðan hin sama: það er ekki lífvænt í heiminum nema friðsamlegt and-
rúmsloft og vinsamlegt samstarf í viðskiptum og menningarmálum geti haldizt milli ríkja
sósíalismans og rfkja kapítalismans. Kenningar um það að annaðhvort þessara hagkerfa
muni hrynja á næstu árum eiga ekki við rök að styðjast. Eina leiðin er leið friðsamlegr-
ar sambúðar, ekki aðeins í orði lieldur í verki og framkvæmd.
Samúðaraldan með ungverjum, réttlát í sjálfu sér, hefur hér á landi tekið á sig óhugn-
anlegt form, og forgöngu um athafnir hafa þeir haft margir hverjir, sem ekki eru vanir að
tárast yfir þjáningum erlendra þjóða né sýna eftirtektarverðan áhuga á sjálfstæðismálum
íslendinga sjálfra né lífsbaráttu verkamanna. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að
sjá að samúðin með ungverjum hefur verið hagnýtt af Sjálfstæðisflokknum, og ekki hon-
um einum, í þeim ákveðna tilgangi að splundra ríkisstjórninni, þeirri samvinnu vinstri
flokka sem tókst að skapa í kosningunum í sumar og að hindra um leið að framkvæmd
verði viljayfirlýsing Alþingis og fyrirheit núverandi ríkisstjómar um brottför bandaríska
hersins. Og af samstarfsflokkum Alþýðubandalagsins í ríkisstjórninni er ástandið í al-
þjóðamálum, á sama liátt og 1951, haft að átyllu til að hlaupa frá gefnum loforðum og
halda hér um óákveðinn tíma her í landinu með öllum þeim hættum fyrir þjóðina sem
hersetan býður heim. Og enn einu sinni verður árásarhætta á ísland af hálfu rússa not-
uð sem grýla á þjóðina. Fyrst er beitt öllum áróðri til að æsa þjóðina gegn Sovétríkjun-
um og síðar er komið og sagt, að þjóðin, af ótta við árás frá rússum, vilji að herinn sitji
áfram. Þannig endurtekur sagan sig, og reynt er að gera að engu þann árangur sem náðst
hefur í hemámsmálunum.
Hver er þá sú ályktun sem draga má af því sem á hefur gengið að undanfömu?
í alþjóðamálum er meginatriðið að öll hernaðarbandalög verði afnumin og herstöðvar
í öðmm löndum og að stórveldin séu af friðaröflum utan og innan samtaka Sameinuðu
þjóðanna knúin til samkomulags um deilumálin, um bann við kjamorkuvopnum og til-
102