Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 31
HEINRICH HEINE væri að og yrði ekki um aldur og ævi ómagi Heinefjölskyldunnar í Hamborg. Salómó Heine lofaði að styrkja Heine til mennta gegn því skilyrði, að hann læsi lögfræði og yrði síðan málafærslumaður í Ham- borg, það er ekki heldur ónýtt fé- sýslumanni að eiga lögfræðing í ætt- inni! Sumarið 1819 kvaddi Harry Heine Hamborg og fór heim til foreldra sinna í Diisseldorf til að búa sig und- ir háskólanámið. Hann náði stú- dentsprófi og hóf síðan nám við há- skólann í Bonn og var þar fram á haust 1820. Frá Bonn hvarf hann til háskólans í Göttingen, en var þar að- eins fram til loka janúarmánaðar 1821. Þá var honum vísað frá Gött- ingenháskóla um hálfs árs skeið og settist hann nú að í Berlín og stundaði nám við háskólann þar. Næstu ár dvaldi hann í Berlín eða á heimili foreldra sinna, sem nú voru flutt til Liineburg, en hinn 20. júlí árið 1825 tók hann doktorsgráðu í lögum við Göttingenháskólann. Tæpum mánuði áður hafði hann látið skírast til kristinnar trúar og hlaut í skírninni nöfnin Christian Johann Heinrich Heine. Skírnin og doktorsgráðan áttu að gera hann samkvæmishæfan í borgaralegu þjóðfélagi Þýzkalands. Sú varð þó ekki raunin. Þrátt fyrir látlausar tilraunir að afla sér öruggr- ar borgaralegrar lífsstöðu í Þýzka- landi — um stund hafði hann t. d. mikinn hug á að verða prófessor í bókmenntum við háskólann í Mun- chen —, þá varð honum ekki vært í ættlandi sínu, og í maímánuði 1831 sezt hann að í Parísarborg. Þar dvaldi hann síðan ævilangt. Síðustu sjö ár ævi sinnar var hann svo sjúk- ur, að hann hafði aldrei fótavist. Hann andaðist í París 17. febrúar 1856, en var grafinn 20. s. m. í Montmartrekirkjugarðinum. í handritum, sem fundust í fórum Heines og gefin voru út eftir dauða hans, standa þessi orð: „Yfir vöggu minni Ijómaði síðasta tunglskin 18. aldar og fyrsti árroði hinnar 19.“ Hér er raunar um að ræða miklu merki- legra mál en venjulegt tímatalsatriði. Alla ævi kenndi Heine frændseminn- ar við vithyggju 18. aldar, er öll fyrirbrigði himins og jarðar voru lögð í dóm mannlegrar skynsemi. Og þó mat hann meir hið sögulega raun- hæfa afrek 18. aldar en heimspeki hennar. Þetta sögulega afrek var franska byltingin 1789. Hin mikla þjóðbylting Frakklands á 18. öld ljómar ekki aðeins yfir vöggu Heines, hún er ljós á vegum hans til síðustu stundar. f ljóðum hans og ritum í óbundnu máli fylgir franska byltingin honum eins og vígahnöttur — og það sem meira er: hún er bak- svið allrar tilveru hans. Mannfrelsis- hugmyndir hinnar miklu frönsku byltingar marka andlega skaphöfn hans frá vöggu til grafar. Þetta 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.