Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 51
HEINRICH HEINE
Lórelei-kletturinn í Rín. Stálstunga.
hinnar byltingarsinnuðu borgara-
stéttar. Það er einnig mála sannast.
En Heine er órækasta sönnun þess,
að slíkar sérhæfingar og skilgrein-
ingar eru æði fátæklegar og blóð-
lausar, þegar þær eru bornar við
þann veruleika, sem þær eiga að tjá:
Grau, lieber Freund, ist alle Theorie,
und griin ist nur des Lebens goldner Baum.
Heine er ekki auðvelt deilingar-
dæmi, sem gengur upp án afgangs. í
þessum manni ólgaði hafsjór lífsins,
stundum var hann sem bláskírt logn,
en oftar sigu saman trylltar öldur í
djúpinu. Mannfrelsishugmyndir
Heines og þjóðfélagsskoðanir urðu
ekki hamdar innan umgerðar borg-
aralegrar byltingar. Þótt hann óttað-
ist á stundum, að hinn ólmi mennt-
unarlausi lýður mundi troða niður
þau blóm, sem hann elskaði svo heitt
og orti um alla ævi, þá var Heine
jafnan að finna þeim megin götu-
vígjanna, sem þessi lýður stóð. Sam-
úð hans var alltaf með lágstéttunum,
hann grunaði fyrstan manna, að
þeirra mundi verða ríkið að lokum
og sætti sig jafnvel við það, að fá-
tækar konur myndu í framtíðinni
nota blöðin t*r Buch der Lieder til
að gera sér kramarhús utan um kaffi
og sykur, hann hélt þeim væri það
ekki of gott.
Heine var tjáning hinnar and-
stæðuríku byltingarhreyfingar sem
geisaði leynt eða ljóst í Evrópu á
fyrra hluta 19. aldar. í þessari hreyf-
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
145
10