Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
flysjuðum lauk, án persónulegs
kjarna. Allt þetta verk er fullt af
hnútum í garð þáverandi ástands
þjóðfélagsmála í Noregi.
Konungshöll Dofrans er goð-
sagnaleg mynd þeirrar þjóðernis-
kenndar sem er sjálfri sér nóg —
„mergur síngirninnar“.
Hin margþætta og stundum tor-
skilda symbólík Ibsens hefur oft ver-
ið talin stafa af því að hann hafi
ekki komið auga á hin jákvæðu öfl
og ekki haft neina stefnuskrá, ekkert
framtíðarmarkmið. Nestor rússn-
eskra marxista, Georgi Plekhanov,
álasaði honum harðlega fyrir þetta.
Að vissu leyti er þessi skoðun rétt-
lætanleg. Sjálfur leit Ibsen svo á að
það væri ekki sitt að svara, ráða gát-
urnar, aðeins spyrja. Sú afstaða
hans á rætur sínar að rekja til þess
að á þeim árum sem úrslitum réðu
um þroska hans fann hann engin
starfandi þjóðfélagsöfl í föðurlandi
sínu sem hann gat haft stuðning af.
Oðrum fremur sá hann að frjáls-
lynda borgarastefnan, sem bjó sig
undir valdatöku, var ekkert annað
en nýr hópur arðræningja sem kom í
stað þess gamla. Og hann hafði
næmt eyra fyrir því að nýir kraftar
voru að byrja að bæra á sér. Það
sést í „Stoðum þjóðfélagsins“ þegar
Bernick konsúll hótar Aune skipa-
smið brottrekstri af því hann sé í
verklýðsfélaginu.
Það ber framsýni Ibsens órækt
vitni að á þeim tíma sem auðvald-
ið lék hlutverk framvindunnar og
ekki var til nein skipulögð verklýðs-
hreyfing, afhjúpaði hann miskunnar-
laust þá „meginreglu“ sem jafnvel
hið „lýðræðislegasta“ auðvald bygg-
ist á: að arðræna og kúga hinn vinn-
andi meirihluta til hagsældar fyrir
fámennan minnihluta.
Eftir að Ibsen hafði skrifað „Stoð-
ir jjjóðfélagsins” sendi hann frá sér
reglulega á tveggja ára fresti sam-
tíðarleikrit sín. Allflest þessara leik-
rita eru beint eða óbeint innblásin af
þróun stéttabaráttunnar hér heima. í
„Stoðum þjóðfélagsins“ heyrum við
bergmál tilraunanna til að endur-
reisa verklýðshreyfinguna í byrjun
áttunda aldartugsins. í „Brúðuheim-
ilinu“ og „Afturgöngunum“ tekur
hann til meðferðar vandamál hjóna-
bands borgaranna, fjölskyldulífið og
kúgun konunnar. „Þjóðníðingur“
sem hefur verið talinn sýna hálf
anarkistískt hálf höfðingjasinnað álit
höfundar á lýðræðinu, er í raun og
veru reikningsskil sem fletta ræki-
lega ofan af „skinlýðræði“ sem ekk-
ert er annað en grímuklætt ofbeldi
arðrænandi minnihluta. Og á síðasta
tímabili skáldskapar Ibsens sem
hefst með „Villiöndinni“ eru það
þjóðfélagsvandamálin sem búa und-
ir. „Villiöndin“ afhjúpar að nýju
smáborgaralega glapsýnismakara
sem halda að þeir geti breytt veröld-
inni með „absolúttum" og „mór-
164