Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 77
RÆÐA
Ráðstjórnarríkjanna. MÍR lagði
lengi áherzlu á að koma á sambandi
milli taflmanna hér og í Sovétríkjun-
um og hingað kom í einni VOKS-
nefnd til MIR taflmeistari rússnesk-
ur. Nú eru komin á bein sambönd
milli taflfélaganna. Fiskifræðingar
landanna hafa kynnzt persónulega og
skipzt á upplýsingum, en miklu nán-
ara samstarf væri æskilegt og við
eigum eftir að koma á skiptum sjó-
mannanefnda. Einhver bezta kynning
hefur tekizt á sviði skógræktarmála,
og er hér í annað sinn kominn í
VOKS-nefnd skógræktarfræðingur,
prófessor Nésterov, frá Sovétríkjun-
um með góða gjöf af fræi, sem hann
hefur afhent landbúnaðarráðherra,
og er koma hans hingað svar við
heimsókn skógræktarstj óra, Hákon-
ar Bjarnasonar, til Sovétríkjanna í
sumar. Hefur skógræktarstj óri ferð-
ast með honum um allt land, og
verður eflaust hinn bezti árangur af
kynnum þeirra.
í boði MÍR hafa komið listdans-
arar frá Sovétríkjunum sem vakið
hafa aðdáun á rússneskum ballett.
Þjóðleikhússstjóri fór síðan utan í
boði menntamálaráðuneytis Sovét-
ríkjanna með þeim árangri að nú er
kominn hingað rússneskur ballett-
flokkur beint til Þj óðleikhússins.
Margir Sovét-tónlistarmenn hafa ver-
ið hér í boði MÍR. Nú hefur fyrstu
tónlistarmönnum héðan verið boðið
til að flytja list sína í Sovétríkjun-
um, frá menntamálaráðuneytinu þar,
án beinnar tilhlutunar MÍR.
Þetta er eins og MÍR hefur til ætl-
azt, hér er einmitt sá ávöxtur sem er
æskilegastur af starfi félagsins, gagn-
kvæm bein menningarskipti og per-
sónuleg kynning báðum þjóðum til
ánægju og gagns.
Benda mætti á margvíslegan annan
árangur sem farinn er að koma í
ljós af starfsemi MÍR og auknum
kjnnum milli ráðstjórnarþjóðanna
og íslendinga. f Ráðstjórnarríkjun-
um er farið að veita athygli fornri
og nýrri menningu og bókmenntum
íslendinga. Þýðing á bókum Halldórs
Laxness á rússnesku telst naumast
lengur til tíðinda þar sem þær koma
á flestar tungur. Það er ekki heldur
nema eðlilegt að stofnað væri í
Moskvu til kynningar á verkum hans
eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun-
in. Hitt er frásagnarverðara að í
Moskvu var haldið upp á sjötugs af-
mæli Jóhannesar Kjarvals og flutt
erindi um list hans. Einnig er nú í
Leníngrad hafin útgáfa á íslendinga-
sögum, og komu út í vor í vandaðri
útgáfu fjórar þeirra, Njála, Egils-
saga, Laxdæla og Gunnlaugs saga
ormstungu. Þá mun lokið þýðingu á
íslenzkum aðli eftir Þórberg Þórð-
arson, eftir hinni styttu dönsku út-
gáfu sem hlotið hefur einstakt lof á
Norðurlöndum. Fleiri nútímaverk ís-
lenzk eru í undirbúningi til útgáfu,
og er enginn vafi á að þegar á næstu
171