Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 99
BERTHOLT BRECHT
Að rita sannleikann
Þýzka stórskáldið Bertholt Brecht lézt í Berlín í ágúst s.L, 57 ára að aldri
(f. 1898). Hann er heimsfrægur bæði sem leikrita- og ljóðskáld, og var
flestum höfundum gáfaðri á þessari öld. Tímaritinu mun síðar gefast kost-
ur á að flytja ritgerð um skáldskap hans og æfiferil, en birtir að þessu
sinni brot úr grein er hann skrifaði á útlegðarárum sínum, er hann hafði
orðið að flýja land undan nazismanum, og gefur hún nokkra hugmynd um
skapgerð Brechts. Eftir styrjöldina fluttist hann heim til Austur-Þýzkalands
og hafði þar sitt eigið leikhús Am Schijjbauerdamm í Berlín. — Ritstj.
SÁ sem ætlar nú á dögum að berj-
ast gegn lygi og vanþekkingu og
rita sannleikann, verður að minnsta
kosti að leysa fimmfaldan vanda.
Hann verður að hafa hugrekki til að
rita sannleikann, þó að sannleikan-
um sé alls staðar stungið undir stól;
vit til að þekkja hann, þó að alls
staðar sé yfir hann breitt; hagleik
til að gera hann að vopni; dóm-
greind til að velja þá menn, sem geta
beitt því vopni með árangri; hug-
kvœmni til að útbreiða hann. Þessar
þrautir eru þungar fyrir þá rithöf-
unda, sem búa við fasisma, þær
verða einnig á vegi þeirra, sem
flæmdir voru burtu eða flýðu og
jafnvel þeirra, sem ritstörf stunda f
löndum borgaralegs frjálsræðis.
1. Hugrekki til að segja sannleikann
Það virðist sjálfsagður hlutur, að
rithöfundur riti sannleikann í þeim
skilningi, að hann stingi honum ekki
undir stól eða þegi um hann og að
hann fari ekki með ósannindi. Hann
á ekki að beygja sig fyrir hinum
voldugu, hann á ekki að að svíkja þá
veiku. Auðvitað er mjög erfitt, að
beygja sig ekki fyrir hinum voldugu,
og mjög ábatasamt að svíkja þá
veiku. Að vanþóknast hinum fjáðu,
er að afsala sér fjármunum. Að af-
sala sér greiðslu fyrir vinnu sína, er
stundum sama og afsala sér störfun-
um, og að vísa á bug lofi hinna vold-
ugu er oft og tíðum sama og afsala
sér allri frægð. Til þess þarf hug-
rekki. Tímar skéfjalausustu undirok-
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
193
13