Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unar eru oftast tímar, þegar margt er rætt um háleita hluti. Á slíkum tím- um þarf hugrekki til þess að tala um hversdagslega og smáa hluti svo sem mat og húsaskjól vinnandi manna, þegar í öllum áttum er æpt um að fórnarlund sé aðalatriðið. Þegar hrúgað er á bændur upphefð og lofi, þarf kjark til að tala um vélar og ódýrar fóðurvörur, er létta mundu hið lofsungna strit þeirra. Þegar hrópað er um það í öllum útvarps- stöðvum, að fáfróður maður og menntunarlaus sé betri en sá, sem þekkingu hefur, þá þarf hugrekki til að spyrja: betri fyrir hvern? Þegar talað er um fullkomna og ófullkomna þjóðflokka, þarf hugrekki til að spyrja, hvort hungur og vanþekking og styrjaldir leiði ekki af sér van- skapnað. Einnig þarf kjark til þess að segja sannleikann um sjálfan sig, hinn sigraða. Margir, sem ofsóknum sæta, hætta að geta séð eigin galla. Þeim virðist ofsóknirnar vera stærsta óréttlætið. Ofsækjendurnir eru hinir illu, vegna þess að þeir ofsækja, og þeir sjálfir, hinir ofsóttu, eru ofsótt- ir vegna þess að þeir eru góðir. En gæzka þeirra hefur verið ofurliði borin og sigruð, hefur verið heft og er þar af leiðandi slæm, haldlaus, óábyggileg gæzka; því að ekki er hægt að kenna gæzkuna við veikleika eins og regnið vætu. Það þarf hug- rekki til þess að segja, að hinir góðu hafi verið sigraðir, ekki af því að þeir voru góðir, heldur af því, að þeir voru veikir. Það að rita sannleikann verður auðvitað að vera barátta við ósannindin, og sannleikurinn má ekki vera neitt almennt, háfleygt og tví- rætt. Af þessum almenna, háleita, tvíræða toga eru einmitt ósannindin. Þegar sagt er um einhvern, að hann hafi sagt sannleikann, þá hafa fyrst nokkrir, margir eða einn sagt eitt- hvað annað, eitthvað ósatt eða al- mennt, en hann hefur sagt sannleik- ann, eitthvað haldkvæmt, raunhæft, óhrekj anlegt, það, sem máli skiptir. Lítið hugrekki þarf til þess að kvarta um illsku heimsins og sigur siðleysisins almennt og hafa í heit- ingum um að andinn skuli sigra í þeim löndum, þar sem málfrelsi ríkir. Þar láta margir eins og fallbyssum sé að þeim beint, þegar einungis er beint að þeim leikhúskíkjum. Þeir hrópa hinar almennu kröfur sínar út yfir heim vinsamlega sinnaðra mein- leysingja. Þeir krefjast almenns rétt- lætis, sem þeir hafa aldrei lagt neitt á sig fyrir, og almenns frelsis, krefj- ast að fá hlutdeild í þeim feng, sem þegar hefur verið deilt með þeim lengi. Þeir halda það eitt sannleika, sem lætur fallega í eyrum. Ef sann- leikurinn er eitthvað tölulegt, þurrt, raunhæft, eitthvað, sem útheimtir erfiði og rannsókn að finna, þá er hann enginn sannleikur fyrir þá, ekki þess konar, sem svífur á þá. Þeir hafa aðeins á sér yfirbragð þeirra, 194
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.