Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 105
FÆREYSKAR BÓKMENNTIR
Rennur og rennur foli mín
á grönari grund.
Stigið í dans á stund.
Kátur leikar foli mín
á grönari grund.
(Rennur og rennur foli minn á grænni
grund. Stígið dans þessa stund. Kátur
leikur foli minn á grænni grund.)
Leikum fagurt á foldum.
Eingin treður dansin undir moldum.
(Leikum fagurt á fold. Enginn stígur dans-
inn undir mold.)
Troðið nú lættliga dansin,
dagurin skín so fagurliga,
komið er hægst á summarið.
(Stígið nú léttilega dansinn, dagurinn skín
svo fagurlega, komið er hásumar. — Við-
lagið er annars úr harmkvæði sem segir
frá því þegar norska kóngsdóttirin Mar-
grét var brennd á báli.)
Þjóðkvæðin eru ekki eina minnis-
merkið sem færeysk menning hefur
reist sér á fyrri tíð. Til er mikill
fjöldi af æfintýrum og sögum. Elztu
og beztu sagnirnar líkjast íslendinga-
sögunum í raunsæi og gagnorðum
stíl. Geymzt hafa svokallaðir þættir,
gaman- og háðvísur, þar sem yrkis-
efnin eru sótt í daglega lífið. Biturt
og kjarnyrt skopið vitnar um nor-
rænan uppruna.
Fróðleg eru líka málsháttasöfnin.
í málsháttunum orðar alþýðan ýmsa
lífsspeki á snilldarlegan hátt. „Latur
er hann, ið logn lastar.“ (Latur er sá
er lognið lastar) hljóðar einn þeirra.
Fáar þjóðir hafa líklega haft meiri
ástæðu til að meta góða veðrið,
lognið, og víst er að sá sem lastar
lognið þekkir ekki til illviðra. 011 sú
skömm sem reyndir menn hafa löng-
um haft á óstöðuglyndi grobbi og
barnalegri heimtufrekju kemur fram
á sinn hóglega hátt í málsháttum eins
og þessum. Það er einhver hreinskil-
in kýmni í eftirfarandi málshætti um
hræsnifulla góðgerðasemi: „Eingin
stingur so annans manns bam i
barm, at ikki föturnir hanga út.“
(Enginn stingur svo annars manns
barni í barm að ekki hangi út fæt-
urnir.) Eða þessi um siðspillingu:
„Fót setur eingin fyri annan, uttan
fallkomin er sjálvur.“ (Fót setur eng-
inn fyrir annan utan að falli sé kom-
inn sjálfur.) í öðrum orðskviðum
kemur fram náunganskærleikur sem
er færeysku þjóðinni eiginlegur.
„Allur bati bötur.“ (Bót er að öllum
bata.) „Heilt er nytt sár.“ (Hreint er
nýtt sár.) „Leingi stendur mannsevni
til bata.“ (Lengi stendur mannsefni
til bóta.)
Eftir siðskiptin, sem urðu um
svipað leyti og einokunarverzlunin
hófst, kringum 1500, verður dönsk
tunga smátt og smátt kirkjumál á
eyjunum, og á næstu öldum nær hún
þar meiri og meiri fótfestu. Árið
1654 fær stórgæðingurinn Christof-
fer von Gabel eyjarnar að léni og
1662 „sverja“ Færeyingar Friðriki
199