Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 120
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Freud hefur bent á, að þessi kenn-
ing hafi á vissan hátt komið fram
áður í trúarbrögðum, sem leggja á-
herzlu á baráttu hins góða og illa í
heiminum, og slík kenning hafi getað
náð fótfestu, vegna þess að hliðstæð
barátta ætti sér stað í sálarlífi hvers
einstaklings.
Kjarni kenningar Freuds á þessu
sviði er sá, að í sálarlífinu eigi sér
stað sífelld barátta milli lífshvatar,
sem er driffjöður allra jákvæðra at-
hafna, og eyðileggingarhvata, eða
dauðahvatar eins og Freud einfald-
lega kallaði það, sem er andstæða
lífshvatarinnar.
Freud taldi kynferðislífið aðalþátt
lífshvatarinnar, en með lífshvöt átti
hann þó við miklu meira, og hafa
margir leikmenn misskilið Freud á
þessu sviði.
Lífshvötin er meðfædd og gerir
vart við sig þegar hjá ungbörnum.
Má m. a. greina hana í ýmsum ósjálf-
ráðum viðbrögðum þeirra, svo sem
sogviðbragðinu.
Lífshvötin er í byrjun ótamin og
eigingjörn, hlýtur því brátt að leiða
til árekstra milli krafna þeirra, sem
hún gerir, og krafna þeirra, sem
þjóðfélagið gerir um félagslega að-
lögun.
Einstaklingurinn verður því að
temja hvatir sínar og jafnframt öðl-
ast óeigingjöm markmið án þess að
neita tilvist eðlishvatanna sjálfra.
Þetta er mikilvægt, því að sé tilvist
hvatar neitað verður hún dulvituð,
getur það orðið til þess að eyðileggj-
andi hvatir fái yfirhöndina, eða hvöt
sú, sem dulin var, leiti sér tjáningar
á óheilbrigðan hátt.
Það er við þessa tamningu, sem
sjálfið og aðrir þættir sálarlífsins,
sem fyrr er getið, þróast. Styrkleika-
hlutföll þeirra ákvarðast af því,
hvernig göfgun hvatanna heppnast,
en það ræður aftur úrslitum um geð-
heilbrigði. Við sjáum sem sé, að
andleg heilbrigði er undir því kom-
in, að rétt viðhorf skapist til hvata-
lífsins og hin félagslega aðlögun
gangi árekstralítið, og erum við þá
komin að því, hve mikilvægt uppeld-
ið fyrstu æviárin er fyrir geðheilsu
fullorðinsára.
Ekki er langt síðan mönnum varð
ljóst hið nána samband, sem er milli
sumra geðtruflana og áhrifa þeirra,
sem börn verða fyrir fyrstu æviárin.
Nú vita menn þó, að ýmsar tegundir
taugaveiklunar og margvísleg hegð-
unarvandkvæði má rekja til uppeldis-
ins og ýmissa atvika og aðstæðna í
bernsku.
Þessa vitneskju eigum við sálkönn-
uðum að mjög miklu leyti að þakka,
því að við sálkönnun er rannsakað
hjá einum einstaklingi í senn, hvaða
áhrif eða atburðir fyrri æviára hafi
lagt grundvöll að sálrænum truflun-
um fullorðinsára.
Freud setti fram ýmsar tilgátur og
kenningar um það, hvers eðlis atvik
214